„Jómsvíkingadrápa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jómsvikingadrápa''' er [[dróttkvæði]] eftir [[Bjarni Kolbeinsson|Bjarna Kolbeinsson]] (d. 1222), biskup í [[Orkneyjar|Orkneyjum]], til að minnast [[Jómsvíkingar|Jómsvíkinga]] sem féllu í [[orrustan í Hjörungavogi|orrustunni í Hjörungavogi]]. [[Drápa]]nDrápan er ekki alveg heil.
 
Stefið í [[drápa|drápunni]] er svokallað [[klofastef]], og hljóðar svo: „Ein drepur fyr mér allri / ... / ... / íturmanns kona teiti“. Orðið ''teiti'' er þarna kvenkynsorð, hún teitin = gleðin. Merkingin er: ein íturmanns kona sviptir mig allri gleði. Þetta tregafulla stef er talið nýmæli í norrænum kveðskap, og fyrsti vísir að hinum svokölluðu [[mansöngur|mansöngvum]] sem síðar komu til sögu í íslenskum [[rímur|rímum]]. Íturmaður eða íturmenni er í þessu tilviki ættstór eða voldugur maður, frekar en fjallmyndarlegur maður.
Orðið ''teiti'' í nútímamáli er hvorugkynsorð: það teitið, um teitið, frá teitinu til teitisins, og merkir samkvæmi, gleðskapur. Karlmannsnafnið [[Teitur]], merkir „hinn glaðlyndi“.
 
Jómsvikingadrápa hefur nokkrum sinnum verið gefin út, til dæmis af [[Theodor Wisén]] í ''Carmina norroena'' (1880), og af [[Finnur Jónsson (málfræðingur)|Finni Jónssyni]] í ''Den Norsk-Islandske Skjaldedigtning''.