„Pólitískur rétttrúnaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
Ný síða: ''Pólitískur rétttrúnaður'' (e. ''political correctness'', gjarnan skammstafað PC) er notað sem skammaryrði um hræsnisfullar skoðanir þar sem hugur fylgir ekki máli heldur ti...
 
Snæfarinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
''Pólitískur rétttrúnaður'' (e. ''political correctness'', gjarnan skammstafað PC) er notað sem skammaryrði um skinhelgi og hræsnisfullar skoðanir þar sem hugur fylgir ekki máli heldur tillit til viðtekinna sanninda. Gjarnan er talað um pólitískan rétttrúnað í tengslum við tungutak um minnihlutahópa og átt við ofurvarfærni gagnvart niðrandi orðfæri, svo sem um kynþætti, konur, meðlimi trúarhópa, fatlaða, samkynhneigða o.s.frv. Þó á hugtakið ekki aðeins við um tungutak heldur einnig gjörðir, pólitísk stefnumál, hugmyndafræði og hegðun, alla afvegaleidda viðleitni til að lágmarka móðganir og mismunun gagnvart hópum sem eiga undir högg að sækja. Í ensku má finna hugtakið allt aftur á átjándu öld en í íslensku er það nýtt. Ásakanir um pólitískan rétttrúnað eru á báða bóga í stjórnmálum en algengara er þó að þær komi frá hægrimönnum. Stundum hefur orðalagið pólitískur rétttrúnaður verið notað í jákvæðri merkingu, svo sem af meðlimum New left upp úr 1970 sem höfðu það að sjálfslýsingu.
{{stubbur}}