„Málsvörn Sókratesar (Platon)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Platon}}
:''Þessi grein fjallar um rit [[Platon]]s. Um rit [[Xenofon]]s, sjá [[Málsvörn Sókratesar (Xenofon)|Málsvörn Sókratesar]].''
'''''Málsvörn Sókratesar''''' eða '''''Varnarræða Sókratesar''''' er ritverk eftir [[Grikkland hið forna|forngríska]] [[heimspeki]]nginn [[Platon]]. ''Málsvörnin'' er skálduð varnarræða [[Sókrates]]ar fyrir réttinum árið [[399 f.Kr.]] Hún er stundum talin vera fyrsta rit Platons af þeim sem varðveitt eru en nær allir fræðimenn eru sammála um að hún sé samin snemma á ferli Platons, innan fárra ára eftir réttarhöldin. Verkið kom út á íslensku árið 1973 í þýðingu Sigurðar Nordals í bókinni ''Síðustu dagar Sókratesar'' en hafði áður komið út í þýðingu Jón Gíslasonar og hét þá ''Varnarræða Sókratesar''.
 
Xenofon, sem einnig ritaði Málsvörn Sókratesar, bendir á að fjöldi höfunda hafi skrifað verk Sókratesi til varnar. Málsvörn Sókratesar eftir Platon er almennt álitin besta heimildin um Sókrates en deilt er um hversu mikinn hluta Sókrates á í henni. Bent er á að ritið skeri sig um margt frá öðrum ritum Platons en á móti kemur að ekki hefur hún verið skrifuð upp orðrétt eftir minni, enda þótt textinn sé nánast allur í fyrstu persónu og settur fram eins og um ræðu Sókratesar við réttarhöldin sé að ræða og Sókrates nefnir í tvígang að Platon sé viðstaddur (34a og 38b). Ákærurnar á hendur Sókratesi tengdust miklum breytingum sem urðu á samfélagi Aþeninga sem varð mun herskárra en áður hafði verið, en hann var dæmdur til dauða fyrir að spilla æskulýðnum og trúa ekki á guðina en boða villutrú.