„Wolin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|450px|Eyjan Wolin, og þorpið. '''Wolin''' (þýska: ''Wollin'') er eyja við suðurströnd Eystrasalts, við norðvesturhorn [[Pólla...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. júlí 2011 kl. 13:04

Wolin (þýska: Wollin) er eyja við suðurströnd Eystrasalts, við norðvesturhorn Póllands. Hún er norðan við Stettiner Haff, um 60 km norðan við borgina Stettin. Hún afmarkast að vestan af ánni Swine (pólska: Świna), og að austan af ánni Dziwnu. Hún er um 265 km² og nær hæst um 116 m yfir sjávarmál. Á Wolin eru fjölsóttar baðstrendur.

Eyjan Wolin, og þorpið.

Á Wolin er einnig þorpið Wolin, þar sem hafa fundist miklar minjar frá víkingaöld. Margir fræðimenn telja að þar hafi verið Jómsborg eða Jóm, sem getið er um í Jómsvíkinga sögu.

Tengt efni

Heimildir

  • Georg Wilhelm v. Raumer: Die Insel Wollin und das Seebad Misdroy: Eine historische Skizze. Berlin 1851
  • Peter August Rolfs (Hrsg.): Die Insel Wollin. Ein Heimatbuch und Reiseführer. Julius Beltz, Langensalza 1933
  • Erwin Rosenthal: Die Insel Wollin, Kaseburg und Cammin. Rhinoverlag, Ilmenau 2011, ISBN 978-3-939399-09-4
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Wolin“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. júlí 2011.

Tenglar