„Eisenach“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 95.68.127.163 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Luckas-bot
Skipti út innihaldi með „You are very stupid, I will kill you and I WISH '''UNLIMITED BLOCK'''.“
Lína 1:
You are very stupid, I will kill you and I WISH '''UNLIMITED BLOCK'''.
{| cellpadding="2" style="float: right; width: 307px; background: #e3e3e3; margin-left: 1em; border-spacing: 1px;"
! Skjaldarmerki Eisenach
! Lega Eisenach í Þýskalandi
|----
| align="center" bgcolor="#EFEFEF" | <div>{{border|[[Mynd:Wappen Eisenach.svg|150px|none]]}}</div>
| align="center" bgcolor="#FFFFFF" | [[Mynd:Lage der kreisfreien Stadt Eisenach in Deutschland.png|150px]]
|- style="background: #ffffff;" align="center"
|----
| colspan=2 align=center |
|-----
! colspan="2" | Upplýsingar
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Sambandsland:|| Þýringaland
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Flatarmál: || 103,84 km²
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Mannfjöldi: || 42 þúsund <small>(31. desember 2008)</small>
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Þéttleiki byggðar: || 413/km²
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Hæð yfir sjávarmáli: || 215 m
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Vefsíða: || [http://www.eisenach.de/ www.eisenach.de]
|-----
|}
'''Eisenach''' er borg í þýska sambandslandinu [[Þýringaland]]i og er með 42 þúsund íbúa. Borgin var einn starfsvettvangur [[Marteinn Lúther|Marteins Lúthers]], ekki síst [[Wartburg (kastali)|Wartburgkastalinn]] þar í grennd sem er eitt þekktasta kastalavirki [[Þýskaland]]s. Í Eisenach var auk þess stjórnmálaflokkurinn [[SPD]] stofnaður og þar voru bílaverksmiðjur [[Wartburg (bifreið)|Wartburg]]-bifreiðarinnar á tímum [[Austur-Þýskaland]]s.
 
== Lega ==
[[Mynd: ESA ALTSTADT2.jpg|thumb|300px|Horft yfir Eisenach]]
Eisenach er vestasta borgin í Þýringalandi og liggur við landamerkin að [[Hessen]]. Næstu borgir eru [[Erfurt]] til austurs (40 km), [[Kassel]] til norðvesturs (50 km) og [[Göttingen]] til norðus (60 km).
 
== Skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] borgarinnar sýnir [[Heilagur Georg|heilagan Georg]] í herklæðum. Í vinstri hönd heldur hann á skildi með rauðum krossi og er kornöx þar fyrir ofan. Í hægri hönd heldur hann á spjóti með rauða krossinum á borða. Bakgrunnurinn er blár, en auk þess er hvítur riddarakross til vinstri. Heilagur Georg hefur verið á innsiglum borgarinnar alveg frá [[13. öld]], enda dýrkaði landgreifinn Ludwig der Springer hann og valdi hann sem verndardýrling borgarinnar.
 
== Orðsifjar ==
Heitið Eisenach er samsett úr Isen (eða Ysen) og Ache. Isen gæti merkt [[járn]] (þýska: Eisen). Ache merkir ''lækur''.<ref>Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 88.</ref>
 
== Söguágrip ==
=== Upphaf ===
[[Mynd: ESA WARTBURG.jpg|thumb|Kastalavirkið Wartburg]]
Talið er að frankneskir landnemar hafi fyrst sest að á svæðinu á [[8. öldin|8. öld]]. Hins vegar kemur bærinn ekki við skjöl fyrr en eftir að kastalavirkið Wartburg er reist frá og með árinu [[1067]] af Ludwig dem Springer. Í lok [[12. öldin|12. aldar]] varð Wartburg aðalaðsetur landgreifanna í Thüringen og við það efldist Eisenach og varð að borg. Meðan Wartburg varð að einu merkasta menningarsetri þýska ríkisins, var lífið í Eisenach sjálfri frekar fábreytt. Listamenn og trúbedúrar fóru oft úr virkinu í borgina og léku listir sínar en Wartburg var eitt þekktasta aðsetur trúbedúra í ríkinu á [[Miðaldir|miðöldum]].
 
=== Siðaskipti ===
[[1498]] kom Marteinn Lúter til Eisenach og gekk í klausturskólann. Hann var þá aðeins 15 ára gamall. Eftir nám sitt þar fór hann í háskólann í Erfurt. Lúther kom aftur til Eisenach [[1521]]. Þá var hann búinn að mótmæla gegn [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunni]] og var bannfærður maður. Hann fékk að predika nýju trúna í Georgskirkjunni. Síðan dvaldist hann í Wartburg, þar sem hann þýddi [[Nýja testamentið]] á [[Þýska|þýsku]]. [[1523]] kom upp mikill ágreiningur meðal borgarbúa, sem endaði þannig að múgur æddi inn í allar kirkjur og klaustur, og eyðilagði margt. Sumar kirkjur voru brenndar niður. [[1525]] kom hluti úr bændahernum í uppreisninni miklu til Eisenach til að biðja um vistir og skjól. Borgarstjóranum tókst að lokka bændur inn í borgina, þar sem þeir voru handteknir. Foringjar þeirra voru teknir af lífi á markaðstorginu eftir stutt réttarhöld. [[1528]] fóru [[siðaskiptin]] formlega fram í borginni.
 
=== Dauði og listir ===
[[Mynd: Eisenach-1647-Merian.jpg|thumb|Eisenach 1647. Virkið Wartburg má sjá á í bakgrunni. Mynd eftir Matthäus Merian.]]
Eisenach kom ekki við sögu í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] sjálfu, en leið mikið af afleiðingum stríðsins. [[1617]] og [[1636]] urðu stórbrunar í borginni og [[1626]] geysaði [[svarti dauðinn]] þar. Seinna á [[17. öldin|17. öld]] voru einstaklingar í Bach fjölskyldunni þekktir tónlistarmenn. Johann Sebastian Bach fæddist þar 1685 og var skirður í Georgskirkjunni. Eftir aldamótin bjó [[Georg Philipp Telemann]] í Eisenach og samdi þar mörg af verkum sínum. Síðla á [[18. öldin|18. öld]] voru margir þekktir listamenn í borginni og má þar nefna þjóðskáldið [[Goethe]].
 
=== 19. öldin ===
[[1807]] kom [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] til Eisenach til að hvílast. Hann var þá búinn að sigra prússa í mörgum orrustum og hafði samið frið við þá og við Rússa. [[Frakkland|Frakkar]] voru með herstöð í borginni og vopnabúr. [[1810]] varð stórslys er vopnabúrið sprakk í loft upp. Stór hluti borgarinnar eyðilagðist í sprengingunni og eldinum sem braust út. 70 manns biðu bana. Frakkar voru aftur fjölmennir í Eisenach eftir hrakfarir Napoleons í [[Rússland]]i veturinn [[1813]]-[[1814|14]]. Þreyttir og veikir hermenn komu í herstöðina, en við það braust út [[taugaveiki]]sfaraldur. Seinna á árinu 1814 kom rússneski keisarinn [[Alexander I (Rússland)|Alexander I]] til Eisenach, en þá voru allir Frakkar á bak og burt. Fyrsta Wartburghátíðin var haldin [[1817]] til minningar um siðaskiptin, en þá voru liðin 300 ár frá því að Lúther hengdi upp mótmælarit sín á kastalakirkjuna í [[Wittenberg]]. Síðan þá hafa tvær aðrar Wartburghátíðir farið fram: [[1848]] og [[1948]]. Um miðja [[19. öldin]]a hóf [[iðnbyltingin]] innreið sína í Eisenach. Fyrstu stóru iðngreinarnar voru vefnaður og málningaframleiðsla. [[1847]] fékk borgin [[járnbraut]]artengingu til austurs ([[Gotha]] og Erfurt). Til að greiða leið fyrir verkafólki stofnuðu [[August Bebel]] og [[Wilhelm Liebknecht]] sósíaliska vinnuflokkinn [[1869]], sem breyttist í stjórnmálaflokkinn SPD 6 árum síðar. Fleiri iðngreinar fylgdu í kjölfarið. [[1896]] var [[bifreið]]averksmiðja stofnuð í borginni en Eisenach varð þó ekki að bílaborg fyrr en á eftirstríðsárunum.
 
=== 20. öldin ===
[[Mynd: Wartburg Kolin 4716.JPG|thumb|Dæmigerð Wartburg bifreið]]
Íbúum fjölgaði og voru þeir orðnir 40 þúsund við lok [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjaldarinnar fyrri]]. Verksmiðjum fjölgaði. [[BMW]]-verksmiðja tók til starfa og framleiddi meðal annars flugvélar. Á árum [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjaldarinnar síðari]] voru stríðsfangar gjarnan notaðir í þessum verksmiðjum. Langflestir voru frá [[Úkraína|Úkraínu]] og Rússlandi (tæplega 3.500). Eisenach varð fyrir nokkrum loftárásum bandamanna í stríðinu. Skemmdir voru þó tiltölulega litlar. Flestar byggingar voru lagfærðar strax eftir stríð. Borgin var á sovéska hernámssvæðinu og var landamæraborg í Austur-Þýskalandi. Þegar múrinn mikli var reistur milli Austur- og Vestur-Þýskalands, var vestasti hluti borgarinnar á bannsvæði landamæranna og ekki aðgengilegur almenningi. Á kommúnistatímanum var Eisenach lítil iðnarðarborg. Þar voru Wartburg verksmiðjurnar stofnaðar [[1956]] en árleg framleiðsla á bifreiðunum nam tugum þúsunda, mest [[1985]] (74 þúsund bifreiðar). Vegna mikils iðnaðar, bílaumferðar og kolakyndingar fór rykmengun einatt yfir hættumörk í borginni. Vandamál þetta hvarf ekki fyrr en með sameiningu Þýskalands [[1990]]. Árið [[1998]] sótti [[Bill Clinton]] borgina heim í boði kanslarans [[Helmut Kohl|Helmuts Kohl]].
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1685]]) [[Johann Sebastian Bach]] tónskáld og organisti
* ([[1840]]) [[Ernst Abbe]] eðlisfræðingur og framkvæmdamaður
 
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Georgenkirche 20.jpg|thumb|Georgskirkjan]]
[[Mynd:Eisenach - Lutherdenkmal, Nikolaikirche und Nikolaitor.jpg|thumb|left|Nikulásarkirkjan og Nikulásarhliðið. Styttan af Marteini Lúther er til vinstri.]]
* [[Wartburg (kastali)|Wartburg]] er gamalt kastalavirki við borgarmörkin og ein þekktasti kastali Þýskalands. Hann var reistur frá og með [[1067]] og var í 200 ár þekktasta virki Ludowinger-ættarinnar. Virkið hefur síðan þá verið stækkað mikið og lagfært. Á [[13. öldin|13. öld]] hófst mikil söngmenning í kastalanum, kallað ''Sängerkrieg'', sem breyddist út í héraðinu. 1521-22 bjó Marteinn Lúther í felum í kastalanum eftir að hann var bannfærður og þar þýddi hann Nýja testamentið á þýsku. 1817 átti sér stað hin fræga Wartburghátíð í kastalanum, en það markar upphaf þingræðis í Þýskalandi. Kastalinn er á heimsminjaskrá UNESCO.
* Georgskirkjan er þekktasta kirkja borgarinnar. Hún kemur [[1196]] fyrst við skjöl, en núverandi bygging var reist frá og með [[1515]]. Í lok [[16. öldin|16. aldar]] var hún uppgerð og aftur á 17. og 18. öld. Í kirkjunni predikaði Marteinn Lúter eftir að hann hóf mótmæli sín gegn kaþólsku kirkjunni. Í kirkjunni var einnig Johann Sebastian Bach skírður 1685.
* Nikulásarkirkjan og Nikulásarhliðið er semsetning tveggja gamalla bygginga í miðborginni. Báðar voru byggingarnar reistar á [[12. öldin|12. öld]]. Hliðið var aðalinngangur inn í borgina að austan í margar aldir. Hliðið, kirkjan og styttan af Marteini Lúther þar fyrir framan er eitt aðaleinkenna miðborgarinnar.
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Eisenach|mánuðurskoðað=júlí|árskoðað=2010}}
{{Commons|Eisenach}}
 
{{Borgir í Þýskalandi}}
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
 
[[be:Горад Айзенах]]
[[bg:Айзенах]]
[[ca:Eisenach]]
[[cs:Eisenach]]
[[da:Eisenach]]
[[de:Eisenach]]
[[en:Eisenach]]
[[eo:Eisenach]]
[[es:Eisenach]]
[[et:Eisenach]]
[[eu:Eisenach]]
[[fa:آیزناخ]]
[[fi:Eisenach]]
[[fr:Eisenach]]
[[hu:Eisenach]]
[[id:Eisenach]]
[[it:Eisenach]]
[[ja:アイゼナハ]]
[[kk:Айзенах]]
[[ko:아이제나흐]]
[[la:Ysenacum]]
[[lb:Eisenach]]
[[lmo:Eisenach]]
[[nds:Iesenack]]
[[nl:Eisenach]]
[[nn:Eisenach]]
[[no:Eisenach]]
[[pl:Eisenach]]
[[pt:Eisenach]]
[[ro:Eisenach]]
[[roa-rup:Eisenach]]
[[ru:Айзенах]]
[[simple:Eisenach]]
[[sk:Eisenach]]
[[sr:Ајзенах]]
[[sv:Eisenach]]
[[tr:Eisenach]]
[[vi:Eisenach]]
[[vo:Eisenach (Thüringen)]]
[[war:Eisenach]]
[[zh:艾森纳赫]]