„Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MystBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: fr:Óláfs saga Tryggvasonar en mesta
Útgáfur Ólafs Halldórssonar
Lína 1:
'''Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta''' — (eða '''Óláfs saga Tryggvasonar en mesta''') — er [[konungasögur|konungasaga]], sem fjallar um [[Ólafur Tryggvason|Ólaf Tryggvason]] [[Noregskonungar|Noregskonung]]. Hún er samin um [[1300]] og styðst við ''Ólafs sögu Tryggvasonar'' eins og [[Snorri Sturluson]] gekk frá henni í ''[[Heimskringla|Heimskringlu]]'', en eykur frásögnina mikið með öðru efni. Einkum er stuðst við fyrri sögur um Ólaf konung, t.d. [[Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk|Ólafs sögu Tryggvasonar]] eftir [[Oddur Snorrason|Odd munk Snorrason]], glataða sögu um Ólaf eftir [[Gunnlaugur Leifsson|Gunnlaug Leifsson]], og e.t.v. einnig efni úr öðrum glötuðum ritum eða úr munnlegri geymd.
 
Sagan er varðveitt í nokkrum handritum, sem skipta má í tvo flokka. Eldri útgáfa sögunnar er í handritunum ''AM 5361 fol.'' (aðalhandrit, A), ''AM 5453 fol.'', ''AM 6154 fol.'', ''[[Bergsbók]]'' og ''[[Húsafellsbók]]''. Yngri útgáfa, endurskoðuð og aukin (D-gerð), er í handritunum ''AM 62 fol.'' og ''[[Flateyjarbók]]''. Í ''Flateyjarbók'' er sagan mikið aukin, með því að skotið er inn í hana heilum sögum, eða köflum úr sögum, sem eitthvað tengjast Ólafi konungi Tryggvasyni. Þannig hefur varðveist margvíslegt efni sem annars væri glatað, t.d. meginhluti ''[[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]]'', sem er þar í upprunalegri gerð.
 
Í ''Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu'' eru varðveittir margir þættir og sögubrot, sem eru ekki til annars staðar. Þó að sagan sé hálfgerður óskapnaður, gefur hún mikilvæga sýn inn í íslenskan bókmenntaheim um 1300.
 
[[Ólafur Halldórsson (f. 1920)|Ólafur Halldórsson]] handritafræðingur hefur gefið út ''Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu'' á vegum [[Árnastofnun]]ar í Kaupmannahöfn ([[Den Arnamagnæanske Samling]]). Er útgáfan í þremur bindum, og birtist árin 1958, 1961 og 2000 í ritröðinni [[Editiones Arnamagnæanæ]], Series A. Einnig hefur Ólafur gefið út annað efni sem tengist sögunni, t.d. ''Færeyinga sögu'' o.fl.
 
== Heimildir og útgáfur ==
* [[Ólafur Halldórsson (f. 1920)|Ólafur Halldórsson]] (útg.): ''Óláfs saga Tryggvasonar en mesta'' 1–3, København 1958, 1961 og 2000. — Í 3. bindi er ítarleg greinargerð um útgáfuna (352 s), og nokkrir þættir sem tengjast sögunni.
* Ólafur Halldórsson: Landnámutextar í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. ''Gripla'' XI, Reykjavík 2000.
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Danish kings and the Jomsvikings in the Greatest saga of Óláfr Tryggvason'', London: [[Viking Society for Northern Research]] 2000, 105 s.
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Text by Snorri Sturluson in Óláfs saga Tryggvasonar en mesta'', London: Viking Society for Northern Research 2001, lxii+162 s.
* Ólafur Halldórsson (útg.): Kristni þættir. ''Biskupa sögur'' I, Reykjavík: [[Hið íslenska fornritafélag]] 2003. — Íslensk fornrit XV.
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Færeyinga saga'', Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar 1987. — Um texta úr Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, sjá bls cviii–cxv.
* Bjarni Einarsson (útg.): ''Hallfreðar saga'', Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar 1977. — Um texta úr Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, sjá bls lxxiv–cix.
* {{wpheimild | tungumál = no | titill = Den større saga om Olav Tryggvason | mánuðurskoðað = 25. mars | árskoðað = 2008}}
 
== Tenglar ==
*[http://sagnanet.is/saganet/?MIval=/SinglePage&Manuscript=100203&Page=32&language=english Hèr hefr upp Sögu Ólafs konúngs Tryggvasonar]. Úr [[Fornmanna sögur|Fornmanna sögum]], 1.-3. bindi, 1825-1827, einkum byggt á ''AM 61 fol.''
 
== Heimildir ==
* Norska Wikipedian, 25. mars 2008.
 
[[Flokkur:Konungasögur]]