„Einar Sigurðsson í Eydölum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Einar Sigurðsson í Eydölum''' ([[1539]] – [[15. júlí]] [[1626]]) var helsta trúarskáld sinnar tíðar. Hann var ungur settur til mennta og nam í [[Hólaskóli|Hólaskóla]]. Var hann alllengi prestur í [[Nes í Aðaldal|Nesi í Aðaldal]] og bjó þar við heldur þröngan kost. Einar missti fyrri konu sína frá ungum börnum en kvæntist fljótlega aftur og átti margt barna með seinni konu sinni. Fljótlega eftir að [[Oddur Einarsson|Oddur]] sonur hans varð biskup í [[Skálholt]]i veitti hann föður sínum [[Eydalir|Eydali]] í [[Breiðdalur|Breiðdal]] og við þann bæ er Einar jafnan kenndur. Eydalir voru gott brauð og þar stóð hagur hans með blóma. Hann var góðvinur [[Guðbrandur Þorláksson|Guðbrands biskups Þorlákssonar]] á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og naut þess í ýmsu. Biskup leitaði til Einars er hann fór að undirbúa útgáfu kristilegs kvæðasafns sem út kom [[1612]] og gengið hefur undir nafninu ''[[Vísnabók Guðbrands]]''. Fyrsti hluti þeirrar bókar er að mestu eftir Einar. Hann kvað gjarnan trúarleg kvæði undir [[vikivaki|vikivakaháttum]] og er ''[[Kvæði af stallinum Kristí]]'' („Nóttin var sú ágæt ein...“) einna þekktast slíkra kvæða eftir hann.
 
== Heimild ==
 
* {{bókaheimild|höfundur=Kristján Eiríksson|titill=Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900|útgefandi=Vantar|ár=2003|ISBN=}}
==Heimild==
* ''Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900'', Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.
 
[[Flokkur:íslensk skáld]]