„Jón Múli Árnason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:SG - 144- B-72p.jpg|thumb|300 px|Mynd af Jóni Múla og Louis Armstrong á bakhlið hljómplötu með lögum Jóns Múla]]
'''Jón Múli Árnason''' ([[31. mars]] [[1921]] – [[1. apríl]] [[2002]]) var útvarpsmaður hjá [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpinu]] í áratugi og sem slíkur ein þekktasta „útvarpsrödd“ síns tíma. Jón Múli gaf út þriggja binda ævisögu sem hét: ''[[Þjóðsögur Jóns Múla]]'' I, II og III. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1918965 Úr Þjóðsögum Jóns Múla Árnasonar; birtist í Morgunblaðinu 1998]</ref> <ref>[http://gegnir.is/F/MT46CUSXHT6L9FCIK4G8GJBJ5SHJMXBY4BTXPKCQRGV9VXTBP8-12625?func=full-set-set&set_number=070005&set_entry=000002&format=999 Gegnir.is]</ref>
 
Jón Múli fæddist á [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]. Foreldrar hans voru ''Árni Jónsson'' í Múla, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, og ''Ragnheiður Jónasdóttir'' frá Brennu í Reykjavík. Jón Múli varð stúdent frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1940]] og stundaði nám við heimspekideild og læknadeild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1941 til 1942. Hann lagði stund á nám í hljómfræði og [[trompet]]leik við [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólann í Reykjavík]] 1945 til 1946 og einnig söngnám á árunum 1951 og 1952. Jón Múli starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1985. Hann var þar fréttamaður, þulur, fulltrúi í tónlistardeild og leiklistardeild, auk þess sem hann sá um dagskrárgerð. Hann var ekki síst þekktur fyrir kynningar sínar á [[djass]]tónlist í útvarpinu.
 
Jón Múli var virkur félagi í [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokknum]] og síðar [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalaginu]]. Hann hlaut fangelsisdóm fyrir þátttöku sína á óeirðum á Austurvelli og árás á Alþingishúsið 30. mars 1949, en var náðaður. Hann var um skeið launaður starfsmaður MÍR, Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, eins og hann segir frá í sjálfsævisögu sinni. Fór hann í boðsferðir til Sovétríkjanna og hélt oft uppi vörnum fyrir þau opinberlega. M. a. hélt hann því fram 1980 að Sovétmenn hefðu ekki ráðist inn í Afganistan, heldur veitt umbeðna aðstoð „sem betur fer“. Hann sagði 1981 að „fasískur ruslaralýður“ kæmi fram í nafni Samstöðu í Póllandi og fagnaði setningu herlaga. Sagði hann: „Ég vona, að ráðstafanirnar komi ekki of seint til þess að bæta fyrir skemmdarverk fyrrnefnds hyskis og Pólverjar fái að byggja æ fegurra þjóðlíf undir forystu kommúnistaflokks Póllands. Hann lengi lifi.“<ref>„Hvað segir þú um innrás og hernám Sovétríkjanna í Afganistan?“ Mbl.''Morgunblaðið'' 10. janúar 1980; „Hef undrazt langlundargerð pólskra kommúnista,“ ''DV'' 15. desember 1981.</ref> Jón Múli var fulltrúi Alþýðubandalagsins í útvarpsráði 1978–1982.
 
Jón Múli var einn af stofnendum Lúðrasveitar verkalýðsins árið 1953, lék á kornett með sveitinni í tæpa tvo áratugi og var gerður að heiðursfélaga lúðrasveitarinnar árið 1991. Hann var einnig þekkt [[tónskáld]], samdi meðal annars tónlist við leikritið ''[[Deleríum Búbónis]]'', sem bróðir hans, [[Jónas Árnason]], var meðhöfundur að. Árið 1981 gáfu [[SG - hljómplötur]] út plötuna [[Ýmsir - Lög Jóns Múla Árnasonar|Lög Jóns Múla Árnasonar]]. Er þar safnað saman flestum vinsælustu lögum Jóns Múla en sum þeirra höfðu áður verið gefin út á litlum plötum.