„Þuríður Sigurðardóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kfk (spjall | framlög)
Kfk (spjall | framlög)
Lína 11:
 
== Feðgin syngja saman ==
Árið 1971 kom út á vegum [[SG hljómplötur|SG hljómplatna]] tólf laga platan ''[[Feðginin Sigurður Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir syngja saman]]'', SG 042. Um tilurð þeirrar plötu sagði útgefandinn.
 
{{tilvitnun2|Ég hitti kunningja minn, [[Sigurður Ólafsson|Sigurð Ólafsson]], á götu snemma á árinu 1971 og tók hann tali. Spyr hann, meðal annars, hvenœr hann hafi sungið inn á sína síðustu plötu. Hann fer yfir þetta í huganum og við verðum sammála um, að sennilega séu rúmlega tíu ár síðan. En á árunum 1955—60 kom út hver hljómplatan á fætur annarri með Sigurði, sem allar náðu miklum vinsœldum og heyrast margar hverjar enn þann dag í dag í útvarpinu. Ég skýt því að Sigurði, ef til vill meira í gamni en alvöru, að það sé svo sannarlega kominn tími til að hann syngi inn á eina plötu í viðbót. Hann þverneitaði, sagðist varla opna munninn, vera að verða 55 ára og þar að auki nýstaðinn upp úr veikindum. Þegar ég hafði heyrt þessar fortölur þá varð þetta orðið meira í alvöru en gamni hjá mér, og samtalinu lauk með því, að ég tók loforð af Sigurði um að hann myndi syngja inn á enn eina plötu, þó með því skilyrði, bœtti hann við, að hún [[Þuríður Sigurðardóttir|Þuríður]] hjálpaði sér í nokkrum lögum.|[[Svavar Gests]]}}