„Einar Bragi Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
*''Ljós í augum dagsins'' (2000) (úrval).
Einar Bragi var stöðugt að fága ljóð sín og eru síðari ljóðabækur hans strangt endurskoðað úrval þeirra fyrri. Í eftirmála við ''Í ljósmálinu'' segist hann ánægður „ef takast mætti að ljúka einu boðlegu ljóði fyrir hvert ár ævinnar. Segja má, ég hafi alltaf verið að yrkja sömu bókina…“ Og bætir síðan við í lokin: „Ég hlýt því að biðja grandvara lesendur að taka aldrei mark á öðrum ljóðabókum mínum en þeirri seinustu og reyna að týna hinum, séu þeir ekki búnir að því.“ Í ljósi þessa er eftirtektarvert að sjá að í seinustu bók hans með frumsömdum ljóðum, Ljós í augum dagsins, eru aðeins fjörutíu ljóð. Hún kom út þegar fimmtíu ár voru liðin frá útkomu þeirrar fyrstu.
Einar Bragi fékkst mikið við ljóðaþýðingar, einkum á síðari árum. Er ekki síst fengur að þýðingum hans á ljóðum eftir grænlensk samtímaskáld í bókinni ''Sumar í fjörðum'' (1978) og þýðingum hans á ljóðum Sama. Hefur hann gefið út sjö bækur með þýðingum samískra bókmennta og kynnt skáldin og samískra menningu fyrir Íslendingum.
 
*''Hvísla að klettinum'' (1981) (ljóð og laust mál)