„Einar Bragi Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Einar Bragi Sigurðsson''' fæddist á Eskifirði 7. apríl [[1921]]. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Sumarið 1945 kvæntist hann Kristínu Jónsdóttur frá Ærlækjarseli í Öxarfirði. Hann nam listasögu og leikhússögu við Háskólann í Lundi (1945-1946) og Stokkhólmi (1950-1953). Hann stofnaði tímaritið Birting eldra 1953 og gaf það út í tvö ár. Þá var hann ábyrgðarmaður Birtings yngra 1955-1968 og ritstjóri ásamt Jóni Óskari, Thor Vilhjálmssyni og Herði Ágústssyni. Birtingur var barátturit fyrir nýjum stefnum í bókmenntum og listum og hafði meðal annars víðtæk áhrif á viðhorf manna til ljóðlistar.
Bókmenntastörf Einars Braga eru mikil að vöxtum og margvísleg. Hann skrifaði ''Eskju'', sögu heimbyggðar sinnar, í fimm bindum. Einnig samdi hann fjölda frásagnarþátta og gaf út bernskuminningar sínar, ''Af mönnum ertu kominn''. Þá þýddi hann nokkrar skáldsögur og fjölda leikrita. Ber þar hæst ''Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca'' og Leikrit [[August Strindberg | Augusts Strindbergs]] og Leikrit [[Henrik Ibsen | Henriks Ibsens]], hvors um sig í tveim bindum. Einna snarastur þáttur í ritmennsku Einars Braga er þó ljóðagerð. Hann var skeleggur baráttumaður fyrir endurnýjun formsins á 20. öld og má segja að hann hafi farið fyrir [[atómskáld | atómskáldunum]] svonefndu. Ljóðabækur hans eru:
*''Eitt kvöld í júní'' (1950),
*''Svanur á báru'' (1952)
*''Gestaboð um nótt'' (1953)
*''Regn í maí'' (1957)
*''Hreintjarnir'' (1960) (2. útgáfa 1962)
*''Í ljósmálinu'' (1970)
*''Ljóð'' (1983) (úrval)
*''Ljós í augum dagsins'' (2000) (úrval).
 
Einar Bragi var stöðugt að fága ljóð sín og eru síðari ljóðabækur hans strangt endurskoðað úrval þeirra fyrri. Í eftirmála við ''Í ljósmálinu'' segist hann ánægður „ef takast mætti að ljúka einu boðlegu ljóði fyrir hvert ár ævinnar. Segja má, ég hafi alltaf verið að yrkja sömu bókina…“ Og bætir síðan við í lokin: „Ég hlýt því að biðja grandvara lesendur að taka aldrei mark á öðrum ljóðabókum mínum en þeirri seinustu og reyna að týna hinum, séu þeir ekki búnir að því.“ Í ljósi þessa er eftirtektarvert að sjá að í seinustu bók hans með frumsömdum ljóðum, Ljós í augum dagsins, eru aðeins fjörutíu ljóð. Hún kom út þegar fimmtíu ár voru liðin frá útkomu þeirrar fyrstu.
Einar Bragi fékkst mikið við ljóðaþýðingar, einkum á síðari árum. Er ekki síst fengur að þýðingum hans á ljóðum eftir grænlensk samtímaskáld í bókinni ''Sumar í fjörðum'' (1978) og þýðingum hans á ljóðum Sama. Hefur hann gefið út sjö bækur með þýðingum samískra bókmennta og kynnt skáldin og samískra menningu fyrir Íslendingum.