„Voldemort“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
==Fyrstu árin==
 
Galdramaðurinn sem kallaður er '''Lord Voldemort sem er líka kalaðurkallaður Tevor DelgoméDelgome, Hann-sem-má-ekki-nefna, Þú-veist-hver, Myrkri herrann og Tom Marvolo Riddle''' fæddist árið [[1927]] í Litlu Hangleton. Móðir hans, sem var norn og samkvæmt Voldemort, afkomandi [[Salazar Slytherin|Salazars Slytherin]]s, varð ástfangin af Tom Riddle, sem var [[muggi]]. Tom Riddle bjó á herragarði sem stóð á hæð með útsýni yfir þorpið Litlu Hangleton. Herragarðurinn var einn af stærstu og bestu byggingum á stóru svæði. Móðir Voldemorts fékk Tom Riddle til að verða hrifin af sér við hjálp af göldrum. Dag einn ákvað hún að það væri tímabært að hann myndi elska hana fyrir Þann sem hún var og hætti að brugga honum ástardrykkinn. Tom Riddle yfirgaf hana samstundis, jafnvel þótt hún væri ólétt. Móðir hans dó stuttu eftir að hann fæddist, þannig að hún rétt náði að gefa honum nafn, Tom Riddle, eftir föður sínum, og Marvolo, eftir afa sínum. Voldemort var alinn upp á munaðarleysingjaheimili ásamt öðrum muggum. Albus Dumbeldore kom til hans á munaðarleysingjahælið þegar Voldemort var í kringum 11 ára og sagði honum að hann væri galdramaður og bauð honum inngöngu í Hogwart. Dumbeldore leist ekki á blikuna þegar Voldemort lét hann vita af öllu sem hann hafði gert við hina strákana á hælinu með göldrum. Voldemort trúði því ekki að mamma hans hefði verið norn, þá hefði hún getað haldið sér á lífi.
 
==Í Hogwart 1938–1945==
Lína 17:
Tom Riddle byrjaði nám sitt í [[Hogwart]] árið [[1938]] og var settur í [[Slytherin]] heimavistina, en hann varð að fara aftur í munaðarleysingjaheimilið sem að hann hataði í skólafríum. Hann lýsti sér sem "fátækum, en snilldarlegum, fátækum, en þó svo hugrakkur, umsjónarmanni og fyrirmyndarnemanda" þótt hann vissi að það var einn kennari sem dýrkaði hann ekki eins mikið og allir aðrir kennarar. Sá kennari var þáverandi umbreytingarkennarinn, [[Albus Dumbledore]].
 
Tom komst að sögunni um [[leyniklefinn|leyniklefann]], sem hafði verið byggður af forföður hans, Salazar Slytherin. Leyniklefinn var djúpt í iðrum Hogwartkastala og Slytherin hafði búið þannig um hnútana að aðeins sannur erfingi hans gæti opnað klefann og sleppt lausum hryllingnum sem átti að hreinsa skólann af "öllum sem voru óverðugir þess að galdra". Á þessum var Tom byrjaður að nota nýtt nafn á meðal nánustu vina. Þar sem hann fyrirleit nafnið á muggaföður sínum endurraðaði hann stöfunum í nafninu sínu, Tom Marvolo Riddle. Stafirnir stöfuðu nú ''I am lord Voldemort'' (Á íslensku heitir hann '''Trevor DelgoméDelgome''' til að stafirnir raðist í ''ÉgEg er Voldemort'').
 
Voldemort var nafn sem hann vonaði að "galdramenn hvaðanæva að myndu einn daginn hræðast að nefna." Þá væri hann orðinn "mesti galdramaður í heimi!" Það tók Tom fimm ár að finna út allt sem hann gat um Leyniklefann og finna innganginn og skrímslið sem þar bjó. Skrímslið var [[basilíuslanga]] og Tom gat stjórnað henni því hann gat eins og Slytherin sjálfur talað slöngutungu. Tom sendi basilíuslönguna inn í skólann og hún slasaði nokkra nemendur og drap stelpu að nafni Vala sem fannst látin á stelpnaklósettinu. [[13. júní]] [[1942]] bjó Tom þannig um hnútana að Rubeus Hagrid var sakaður um árásirnar og plataði Tom skólameistarann, Armando Dippet, til að trúa að [[Hagrid]] og risastór könguló, [[Aragog]], sem Hagrid átti, væru ábyrgir fyrir árásunum. Tom fékk verðlaun fyrir "sérstaka þjónustu við skólann" en fann að Dumbledore var að fylgjast óþægilega náið með honum. Því taldi hann ekki öruggt að opna leyniklefann aftur á meðan hann var í skólanum. Tom varðveitti hluta af sál sinni í dagbók sem að hann vonaði að myndi, dag einn, láta einhvern hjálpa honum við að "ljúka því göfuga verki sem Slytherin hafði byrjað á".