„Koblenz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Schaengel (spjall | framlög)
Schaengel (spjall | framlög)
Lína 78:
 
=== Franski tíminn ===
[[Mynd:Koblenz im Buga-Jahr 2011 - Kastorbrunnen 01.jpg Kastorbrunnen.jpg|thumb|Kastorbrunnurinn]]
Í [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]] bauð kjörfurstinn Clemens Wenzeslaus frönskum konungssinnum hæli í Koblenz. Borgin varð brátt að nokkurs konar miðstöð þeirra. Þegar franskur byltingarher réðist inn í Rínarlöndin [[1794]], var Koblenz nánast varnarlaus borg. Hún gafst þegar upp og hertóku Frakkar hana bardagalaust. Kjörfurstinn flúði til [[Ágsborg]]ar. Herseta Frakka markaði endalok kjörfustadæmisins Trier. Koblenz var innlimuð Frakklandi [[1801]]. [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] sjálfur sótti heim borgina [[1804]] ásamt Jósefínu eiginkonu sinni. Hinn franski borgarfógeti Koblenz, Jean Marie Thérèse Doazan, gaf borginni merkilegan minnisvarða, kallaður Kastorbrunnurinn. Hann var í formi eins og 3ja metra hár turn og átti að minna á hina sigursælu innrás Napoleons í [[Rússland]]. Innrásin misheppnaðist hins vegar herfilega. Engu að síður var minnisvarðinn látinn standa og er hann á sínum stað enn í dag. Það var rússneski herforinginn Saint-Priest sem fékk það hlutverk [[1814]] að ráðast á Koblenz og hrekja Frakka þaðan.