„Sálgreining“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 37:
[[Karl Popper]] setti út á rannsóknaraðferðir Freud og hélt því fram að kenning Freuds um dulvitundina sé ekki hægt að rengja og sé þar með ekki vísindaleg. Hann hins vegar mótmælti ekki að öllu leyti þeirri hugmynd að það séu ferlar í huga okkar sem við ekki vitum af.
 
Dr. [[J. Von. Schneidt]] setti fram með þá hugmynd að kenningar Freuds væru runnar undan rifjum [[kókaín]]neyslu hans. En kókaín var nýjung á þessum tíma og á tilteknu skeiði reyndi Freud að nota kókaín til að takast á við krefjandi störf og til að auka afköst sín. Jafnvel þó að kókaínneysla geti aukið kynferðislegan áhuga og þráhyggjuhugsun þá er það mjög takmarkandi að telja að stórbrotið kenningarframlag eins byltingarkenndasta hugsuðar vestrænnar hugmyndasögu, manns sem voru veitt hin virtu GotheGoethe verðlaun fyrir stílsnilli, hafi einvörðungu mótast af kókaínneyslu hans á mjög takmörkuðu tímabili ævi hans. Freud lagði kókaínið til hliðar þegar hann fór að gera sér grein fyrir þeim miklu sálrænu áhrifum neyslunnar á mannshugann.
 
== Nútíma sálgreining ==