„Ágúst George“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Séra '''Ágúst GeorgGeorge''' ([[5. apríl]] [[1928]] - [[16. júní]] [[2008]]), fæddur ''August George'' en oftast kallaður ''séra Georg'', var [[Holland|hollenskur]] prestur við kaþólsku dómkirkjuna á Íslandi, [[Kristskirkja|Kristskirkju]] og skólastjóri [[Landakotsskóli|Landakotsskóla]] frá [[1962]] til [[1998]]. Hann og hin þýska [[Margrét Müller]] kenndu bæði við skólann og hafa missjafnar sögur farið af þeim skötuhjúum, en Margrét er talin hafa verið ástkona séra Ágústar. Árið [[1991]] gerði [[Sigmar B. Hauksson]] hálftíma heimildarmynd um séra Ágúst GeorgGeorge sem nefndist ''[[Perla í Vesturbænum]].''
 
Séra Georg fæddist í þorpinu [[Wijlre]] í Hollandi. Tólf ára gamall hóf hann nám í drengjaskóla Montfortreglunnar í [[Schimmer]] sem er hin sama Montfortregla og hefur starfað á Íslandi síðan [[1903]]. Eftir reynsluár sín í [[Meerseen]] í Limburg vann séra Georg fyrstu heit sín hinn [[8. september]] [[1950]] og hóf nám í [[heimspeki]] og [[guðfræði]] í [[Oirschot]], en því lauk með prestsvígslu [[11. mars]] [[1956]]. Árið 1962 var séra GeorgGeorge beðinn að taka að sér stjórn Landakotsskóla og stýrði skólanum í 36 ár. Hann var staðgengill biskups frá [[1969]] og gegndi tvívegis biskupsstörfum um skeið, eftir lát [[Hinrik Frehen|Hinriks Frehen]] [[1986]] og eftir lát [[Alfred Jolson|Alfreds Jolson]] [[1994]]. Hlaut hann hina [[Hin íslenska fálkaorða|íslensku fálkaorðu]] fyrir störf sín árið [[1994]].
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1071470|titill=„Fagnaði 50 ára prestsvígslu“. Gagnasafn Morgunblaðsins, sótt 21. júní 2011.}}
 
{{fd|1928|2008}}
 
{{Stubbur}}