„Ágúst George“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Séra '''Ágúst Georg''' ([[5. apríl]] [[1928]] - [[16. júní]] [[2008]]) var [[Holland|hollenskur]] prestur við kaþólsku dómkirkjuna á Íslandi, [[Kristskirkja|Kristskirkju]] og skólastjóri [[Landakotsskóli|Landakotsskóla]] frá [[1962]] til [[1998]]. Hann og hinnhin þýska [[Margrét Müller]] kenndu bæði við skólann og hafa missjafnar sögur farið af þeim skötuhjúum, en Margrét er talin hafa verið ástkona séra Ágústar. Árið [[1991]] gerði [[Sigmar B. Hauksson]] hálftíma heimildarmynd um séra Ágúst Georg sem nefndist ''[[Perla í Vesturbænum]].''
 
Séra Georg fæddist í þorpinu [[Wijlre]] í Hollandi. Tólf ára gamall hóf hann nám í drengjaskóla Montfortreglunnar í [[Schimmer]] sem er hin sama Montfortregla og hefur starfað á Íslandi síðan [[1903]]. Eftir reynsluár sín í [[Meerseen]] í Limburg vann séra Georg fyrstu heit sín hinn [[8. september]] [[1950]] og hóf nám í [[heimspeki]] og [[guðfræði]] í [[Oirschot]], en því lauk með prestsvígslu [[11. mars]] [[1956]]. Árið 1962 var séra Georg beðinn að taka að sér stjórn Landakotsskóla og stýrði skólanum í 36 ár. Hlaut hann hina [[Íslenska fálkaorðan|íslensku fálkaorðu]] fyrir störf sín árið [[1994]].