„Krosskönguló“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
===Silkiþráður krosskóngulóa===
[[Image:Araneus diadematus underside 2.jpg|thumb|left|170px| Krosskónguló að spinna vef.]]
Ein tegund [[silkiþráður|silkiþráðar]] krosskóngulóarinnar áreiðanlega allra flóknasti [[kóngulóaþráður]]inn sem til er, en kóngulærkrosskóngulær geta spunnið a.m.k. sex mismunandi tegundir þráða. Þræðir kóngulóa verða til í þar til gerðum [[kirtill|kirtlum]] sem eru staðsettir aftast á afturbol kóngulóarinnar, rétt við lungun sem eru fyrir aftan magann. Þegar krosskóngulóin byrjar að spinna [[kóngulóarvefur|vefi]] sína þá kastar hún eða spýtir einni tegund þráðar út í loftið þar sem [[vindur]]inn feykir honum að t.d. næstu [[trjágrein]] eða þakskeggi sem verður hald fyrir vefinn. Síðan spinnur hún niður úr fyrsta þræðinum þannig að stoðþræðirnir líta út eins og ''Y''. Miðjan á [[ypsilon]]inu verður miðja kóngulóarvefsins. Síðan étur hún fyrsta þráðinn og setur nýjan og sterkari þráð í staðinn, en sá þráður er mjög sterkur og lítið teygjanlegur því vefurinn má ekki flökta mikið í vindi. Þessi þráður verður aðalstoðin en síðan gerir hún það sama við hina stoðþræðina. Þessu heldur hún áfram allt að 80 sinnum því að þeim mun fleiri sem stoðþræðirnir eru þess auðveldara er að spinna ystu hringi vefsins. Kóngulóin spinnur svo í hringi umhverfis miðju stoðþráðanna og framleiðir límkenndan þráð sem talinn er vera einhver sá flóknasti sem til er, en hann er í raun gerður úr tveimur þráðum. Ástæða þessa er að þessir þræðir þurfa að vera teygjanlegir, límkenndir og gríðarlega sterkir til að þola mikið högg. Þeir mega samt ekki vera of teygjanlegir því þá gætu þeir fest hver við annan og gildran þar með eyðilagst. Þessa kosti hefur þráður krosskóngulóarinnar og því er hann talinn með flóknari vefjum sem kóngulær spinna. Kóngulóin skilur síðan eftir eða étur lítið [[gat]] í miðju vefsins svo hún komist báðum megin við hann og bíður þar eftir [[bráð]]inni. Þegar fórnarlömb festast í vefnum getur kóngulóin staðsett þau nákvæmlega með því að nema titringinn í vefnum.
 
<gallery>