Munur á milli breytinga „Platon“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 9 árum
m
Skólaspekingar miðalda höfðu ekki aðgang að ritum Platons (nema í mjög litlum mæli) og kunnu ekki [[forngríska|forngrísku]]. Handrit með samræðum Platons fóru fyrst að berast vestur frá [[Konstantínópel]] um einni öld áður en borgin féll í hendur aröbum árið [[1453]]. [[Georgíos Pleþon Gemistos]] hafði þau með sér til [[Ítalía|Ítalíu]]. Áður höfðu fræðimenn í Vestur-Evrópu einungis þekkt latneskar þýðingar af stuttum köflum úr samræðum Platons og seinna latneskar þýðingar á arabískum þýðingum af ritum Platons. Arabískir fræðimenn sem varðveittu ritin sömdu einnig fjöldamörg skýringarrit við texta bæði Platons og Aristótelesar. Þeirra á meðal voru [[Al-Farabi]], [[Avicenna]] og [[Averroes]].
 
Þekking á platonskri heimspeki náði fyrst útbreiðslu í Vestur-Evrópu á [[endurreisnin|endurreisnartímanum]]. Margir af helstu hugsuðum og vísindamönnum þessa tíma brutust undan áhrifum skólaspekinnar og töldu platonska heimspeki frosenduforsendu framfara í listum og vísindum.
 
Vestrænir heimspekingar hafa æ síðan þegið innblástur úr verkum Platons. Áhrifa hans gætir ekki síður í [[stærðfræði]] og vísindum. [[Albert Einstein]] byggði á hugmyndum Platons um óbeytanlegan veruleika sem undirliggur sífelldum breytingum í heimi sýndarinnar þegar hann andmælti þeirri líkindafræðilegu mynd af heiminum sem [[Niels Bohr]] dró upp í túlkun sinni á [[skammtafræði]]nni. Aðrir hugsuðir hafa gert uppreisnir gegn hugmyndum Platons. [[Friedrich Nietzsche]] réðst til að mynda á siðfræði og stjórnspekikenningar Platons. Stjórnspekikenningar Platons sættu einnig árásum frá [[Karl Popper]] sem hélt því fram í riti sínu ''Opna samfélagið og óvinir þess'' (e. ''The Open Society and Its Enemies'') (1945) að stjórnspeki Platons í ''Ríkinu'' væri dæmigerð alræðishugmyndafræði. Og [[Martin Heidegger]] andmælti hugmyndum Platons um ''veruna''.