Munur á milli breytinga „Platon“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 9 árum
m
 
=== Óritaðar kenningar ===
Í ''[[Bréf (Platon)|bréfum]]'' sínum hafnar Platon því að honum megi eign|eigna kenningar í ritum sínum. Hann segir að kenningar þær sem koma fram í samræðunum tilheyri „Sókratesi ungum á ný“. Í fornum heimildum er þess getið að Platon hafi haft kenningar sem hann skrifaði ekki um í samræðum sínum. Það á meðal er nemandi Platons, [[Aristóteles]], sem segir í ''[[Eðlisfræðin]]ni'' (209b): „Það má til sanns vegar færa að greinargerðin sem hann [þ.e. Platon] gefur þar [þ.e. í ''[[Tímajos (Platon)|Tímajosi]]''] um þátttakendurna er frábrugðin því sem hann segir í hinum svonefndu ''órituðu kenningum'' (ἄγραφα δόγματα).“ Orðin ''ἄγραφα δόγματα'' þýða bókstaflega ''óritaðar kenningar''. Sumir telja að þær hafi innihaldið merkustu frumspekikenningar Platons sem hann ræddi einungis við nána vini og samstarfsmenn í [[Akademían|Akademíunni]].
 
Ástæða þess að Platon hélt sumum kenningum sínum leyndum kann að vera sú sem rædd er í samræðunni [[Fædros (Platon)|Fædrosi]] (276C) þar sem Platon gagnrýnir ritverk almennt og segir þau vera dauðan bókstaf, sem er m.a. ófær um að leiðrétta misskilning. Í sjöunda bréfinu segir Platon einnig að alvarlegir menn sem fjalla um mikilvæg mál gæti þess vandlega að skrifa ekkert um þau (344C).