Munur á milli breytinga „Platon“

1 bæti bætt við ,  fyrir 9 árum
m
 
=== Siðfræði ===
Frummyndakenningin gegndi meðal annars hlutverki siðfræðikenningar en kenningin varð ekki til fyrr en á miðjum ferli Platons. En siðfræði hafði lengi verið Platoni hugleikin. Í elstu samræðunum gæligælir Platon við þá hugmynd Sókratesar að dygð sé þekking.<ref>Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5377 „Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?“], ''Vísindavefurinn'' 3.11.2005. (Skoðað 6.2.2007).</ref> Í samræðunum ''Prótagórasi'' og ''Lakkesi'' reifar Platon hugmyndir sem hafa verið nefndar kenningin um einingu dygðanna.<ref>Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5377 „Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?“], ''Vísindavefurinn'' 3.11.2005. (Skoðað 6.2.2007).</ref> Kenningin kveður á um að dygðirnar séu allar í reynd ein og sama dygðin, nefnilega þekking eða kunnátta af ákveðnu tagi. Birtingarmyndir dygðarinnar eru á hinn bóginn margvíslegar eftir því hvernig aðstæðum er háttað. Þessar ólíku birtingarmyndir dygðarinnar heita hver sínu nafni: hófsemi, hugrekki og þar fram eftir götunum. Önnur túlkun á kenningunni kveður á um að dygðirnar séu aðskildar en hafi maður eina, þá hefur maður aðra, því þekking eða kunnátta er bæði nauðsynleg og nægjanleg forsenda dygðar: sá dygðugi — til dæmis sá hugrakki — verður að búa yfir þekkingu en sá sem býr yfir þekkingu uppfyllir öll skilyrði þess að vera dygðugur — til dæmis hófsamur.<ref>Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5377 „Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?“], ''Vísindavefurinn'' 3.11.2005. (Skoðað 6.2.2007).</ref>
 
Réttlæti er dygð en ranglæti er ekki aðeins löstur, heldur „sjúkdómur sálarinnar“.<ref>Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5377 „Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?“], ''Vísindavefurinn'' 3.11.2005. (Skoðað 6.2.2007).</ref> Ranglæti er hinum rangláta sjálfum skaðlegt og af þeim sökum er verra að vera ranglátur en að vera beittur ranglæti af öðrum. Hugmyndin kom fyrst fram í samræðunni ''Gorgíasi'' en í ''Ríkinu'' setur Platon fram kenningu um réttlæti sem heilbrigt sálarástand.<ref>Sjá Platon, ''Gorgías'' 508D-E.</ref>