Munur á milli breytinga „Marilyn Monroe“

Marilyn giftist [[James Dougherty]] þann [[19. júní]] árið [[1942]] þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Dougherty sagði frá í bókinni sinni ''To Norma Jeane with Love, Jimmie'' að þau hafi verið ástfangin en hún þráði frægðina meira en hann og þráin hennar tældi hana í burtu. Árið [[1953]] skrifaði hann stutta grein fyrir blaðið''„Photoplay“'' þar sem að hann sagði frá að hann hefði ætlað að fara frá henni en hún hafði hótað að fyrirfara sér svo að hann ákvað að vera áfram hjá henni. Dougherty hélt því fram þangað til að hann dó að hann hefði búið til karakterinn hennar Marilyn og að myndverin hefðu neytt hana til þess að skilja við hann. Það hefur þó komið fram að hann hefði skilið við hana eftir að hann kom til baka frá stríðinu út af því að hún neitaði að hætta fyrirsætustörfum. Dougherty var kvæntur á ný mánuðum eftir að hann skildi við Marilyn.
 
=== Joe DiMaggio ===
[[Mynd:Joe DiMaggio, Marilyn Monroe and Tstsuzo Inumaru.jpg|thumb|right|Marilyn Monroe og Joe DiMaggio í Japan áí brúðkaupsferðinni þeirra]]
Marilyn hitti Joe DiMaggio árið [[1952]] eftir að sameiginlegur vinur setti upp stefnumót. Þau giftust í janúar [[1954]] og fóru síðan í brúðkauðsferð til [[Tokyo]]. Á meðan að þau voru þar var Marilyn beðin um að fljúga til Kóreu til þess að skemmta hermönnum þar sem að hún skemmti í fjóra daga.
 
Þegar að þau sneru til baka til Bandaríkjanna fór hjónabandið strax í vaskinn. Þegar að hún tók upp fræga pilsatriðið í ''[[The Seven Year Itch]]'' var Joe DiMaggio einn af mörgum áhorfendum og hann varð brjálaður af reiði. Þau rifust mikið eftir það atriði og hún sótti um skilnað stuttu seinna eftir að hafa verið gift í minna en áreitt af hjónabandiár.
 
Stuttu seinna reyndu þau aftur að hefja samband og hann hélt afmælisveislu fyrir hana árið [[1961]] í húsinu sínu en þau voru aldrei par aftur. Eftir að hún dó þá sá hann um jarðarförina hennar og lét senda sex rauðar rósir til hennar þrisvar sinnum í viku í meira en tuttugu ár eftir lát hennar.