Munur á milli breytinga „Marilyn Monroe“

Monroe hitti nýjann leikþjálfa það ár sem að hét [[Constance Collier]] og hjálpaði henni töluvert. Collier benti Marilyn á það að hún væri með alla réttu hæfileikana til þess að leika í kvikmyndum en ekki á sviði. Collier gat ekki aðstoðað Marilyn lengi þó út af því að hún dó stuttu eftir að þær byrjuðu að vinna saman. Marilyn leitaði þá til [[Lee Strasberg]] sem að var frægur leikþjálfi og hafði unnið með mörgum öðrum leikurum áður.
 
Í maí [[1955]] fór hún að deitavera með leikritahöfundinum [[Arthur Miller]] sem að hún kynntist í New York og hann bauð henni svo út að borða stuttu seinna. Joe DiMaggio, fyrrverandi eiginmaður hennar, vildi þá byrja aftur með henni og fylgdi henni á frumsýningu myndarinnar ''[[The Seven Year Itch]]''. Hann hélt líka upp á afmæli hennar með því að halda stórt afmælisteiti en hún stormaði út eftir stórt rifrildi í miðri veislunni. Þau héldu sig í burtu frá hvort öðru í lengri tíma eftir það.
 
Á meðan að hún lærði hjá [[Actors Studio]] í New York þá fann hún það út að sviðsskrekkur var stærsta vandamálið hennar sem að hún átti mjög erfitt með að vinna bug á. Hún sat alltaf aftast í tímunum til þess að forðast athygli. Hún og vinkona sín í bekknum [[Maureen Stapleton]] léku út byrjunaratriðið frá leikritinu [[Anna Christie]] sem að Marilyn átti erfitt með. Hún mundi aldrei línurnar sínar í æfingum fyrr en að hún sýndi fyrir framan hina nemenduna þegar að allt gekk vel. Allir í herberginu klöppuðu á endanum og Marilyn þótti frábær. Strasberg sagði seinna að af öllum nemendum hans hafi aðeins tveir staðið upp úr, sá fyrri var [[Marlon Brando]] og sú seinni var Marilyn Monroe.