„Miðbæjarskólinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Miðbæjarskólinn''' er bygging í [[miðbær Reykjavíkur|miðbæ Reykjavíkur]] sem var upphaflega barnaskóli, þar hafa Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Námsflokkar Reykjavíkur verið með skrifstofuaðstöðu en nú stendur til að leggja húsnæðið undir [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólann]].<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/09/16/kvennaskolinn_i_midbaejarskolann/ Kvennaskólinn í Miðbæjarskólann], mbl.is 16. september 2009</ref> [[Barnaskóli Reykjavíkur]] var rekinn þar á árunum 1898 til 1930 þegar nafninu var breytt í Miðbæjarskólann. Á hundrað ára afmæli þess árið [[1998]] var það sagt „eitt merkasta hús borgarinnar.“<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=424051 Miðbæjarskólinn 100 ára], grein úr Morgunblaðinu 1998</ref> Miðbæjarskólinn var fullbyggður 1898 en formlega vígður þann [[10. október]] [[1908]]. Á fyrsta starfsári Miðbæjarskólans voru þar 285 börn, 304 árið eftir en eftir að lög um fræðsluskyldu barna tóku gildi 1907 jukust fjöldi nemenda úr 472 og í 772.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1916416 Ekki bara skóli...], Morgunblaðið 10. október 1998</ref>
 
Upprunalega var byggingin L-laga en seinna var byggð suður-álma og síðan þá hefur húsið verið U-laga. Í portinu þar voru margar samkomur haldnar. Frá og með [[bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1908|bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1908]] var Miðbæjarskólinn aðalkjörstaðurinn til þing- og bæjarstjórnarkosninga og raunar eini kjörstaðurinn um árabil.