„Helgisaga Ólafs Haraldssonar“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
(Leiðrétting)
Ekkert breytingarágrip
'''Helgisaga Ólafs Haraldssonar''' eða '''Helgisaga Óláfs konungs''' er [[konungasögur|konungasaga]] sem fjallar um [[Ólafur helgi|Ólaf helga]] [[Noregskonungar|Noregskonung]]. Hún er með köflum nánast samhljóða ''[[Elsta saga Ólafs helga|Elstu sögu Ólafs helga]]'', sem er að miklu leyti glötuð. Sagan er frekar sundurlaus og stirðlega samin og er að nokkru byggð á [[dróttkvæði|dróttkvæðum]]. Í sögunni er Ólafur konungur ekki sveipaður neinum dýrðarljóma, en í lok hennar er sagt frá nokkrum [[jarteikn]]um (kraftaverkum) Ólafs, sem eru ástæðan fyrir helgisögu-nafninu. Í sögunni hefur varðveist athyglisverður kveðskapur.
 
Sagan er varðveitt í einu norsku handriti frá miðri 13. öld eða skömmu fyrr, og er þar heil, sem er óvenjulegt um svo gamalt handrit.
 
Höfundurinn er ókunnur, en gæti hafa verið Norðmaður. Talið er að sagan sé samin skömmu eftir 1200.
 
== Heimildir ==
* [[Guðrún Nordal]] o.fl. (ritstj.) (1992:452–453). ''Íslensk bókmenntasaga'' I, Reykjavík. [[Mál og menning]].
* [[Bjarni Aðalbjarnarson]] (útg.) (1941:xiii). ''Íslensk fornrit'' XXVI : ''Heimskringla'' I. [[Hið íslenzka fornritafélag]].
* [[Alison Finlay,]] (útg. og þýð.) (2004:9). ''Fagrskinna, a Catalogue of the Kings of Norway''. Brill Academic Publishers. ISBN 90-04-13172-8
* [[Theodore M. Andersson,]] (2006:14). ''The Growth of the Medieval Icelandic Sagas, 1180-1280''. Cornell University Press. ISBN 0-8014-4408-X
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Legendary Saga of St. Olaf | mánuðurskoðað = 1. ágúst | árskoðað = 2010}}
 
Óskráður notandi