„Lestölva“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ljosvikingur (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|upright|180px|Kindle og Kindle DX frá Amazon '''Skjálesari''' er tæki sem hannað er til lesturs á rafrænum bókum svo sem lófabókum o...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. júní 2011 kl. 12:56

Skjálesari er tæki sem hannað er til lesturs á rafrænum bókum svo sem lófabókum og rafbókum.

Kindle og Kindle DX frá Amazon

Skjálesarar eru sambærilegar í stærð og snjalltöflur. Skjálesarar eru handhægir með skjái sem rúma hefðbundna bókablaðsíðu.

Skjálesarar notast við sérstaka skjátegund sem kölluð er rafpappír (e-paper). Rafpappír er tækni til þess að líkja eftir prentuðum pappír. Hann birtir svarthvítan texta og myndir án þess að nota innri lýsingu. Lesa þarf rafpappír í birtu alveg eins og venjulegan pappír. Auðvelt og þægilegt er að lesa af rafpappírnum í birtu og úti í sólskini ólíkt skjám sem notaðir eru í fartölvum og [[snjalltafla|snjalltöflum]. Rafhlöðuending er sérstaklega góð og getur ein hleðsla enst vikum saman við lestur.

Skjálesararnir koma með innbyggðum hugbúnaði til rafbókalesturs frá viðkomandi framleiðanda. Lestarhugbúnaður ólíkra framleiðenda styðja mismunandi gerðir lófa- og rafbóka. Yfirleitt hafa þeir beina tengingu við ákveðna netverslun eða lófabókaveitu sem er á vegum framleiðandans en oftast er hægt að flytja aðrar bækur inn á tækið. Sumir skjálesarar eru einnig með [Vafri|vefskoðara]]. Skjálesarar eru ekki með litaskjái og bjóða yfirleitt ekki upp á viðbótar hugbúnað eða leiki. Þekktustu skjálesararnir eru Kindle frá Amazon, eReader frá Sony og Nook frá Barns & Nobles, en ótrúlega margar aðrar tegundir af skjálesurum eru á markaðnum.