„Ólafur Egilsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ólafur Egilsson''' ([[1564]] – [[1. mars]] [[1639]]) var íslenskur prestur á [[Ofanleiti]] í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] sem numinn var á brott í [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] árið [[1627]] ásamt um 400 öðrum. Um lífsreynslu sína og ferðalög ritaði Ólafur reisubók og segir hann þar frá svaðilförum sínum sem og háttum fólksins í borg sjóræningjanna, [[Algeirsborg]].
 
Ólafur var sonur Egils Einarssonar lögréttumanns á Snorrastöðum í [[Laugardalur|Laugardal]] og konu hans Katrínar, dóttur [[Sigmundur Eyjólfsson|Sigmundar Eyjólfssonar]] og [[Þuríður Einarsdóttir stóra|Þuríðar stóru Einarsdóttur]]. Bróðir hans var [[Jón Egilsson]], annálaritari og prestur í Hrepphólum.
 
Ólafur var líklega fyrst prestur á [[Torfastaðir|Torfastöðum]] í [[Biskupstungur|Biskupstungum]] en var orðinn prestur í Ofanleiti um [[1594]]. Hann var hertekinn þar 1627 og fluttur til Algeirsborgar ásamt Ástríði (Ástu) Þorsteinsdóttur seinni konu sinni, þremur börnum þeirra og fjölda annarra. Ásta ól barn um borð í skipinu og segir Ólafur frá því í bók sinni að sjóræningjarnir hafi sýnt því hina mestu umhyggju.
 
Þegar til Alsír kom höfnuðu Ólafur og fjölskylda hans öll á sama stað nema elsti sonurinn, sem var seldur annað. Ólafur var svo sendur til [[Danmörk|Danmerkur]] til að fá konung til að greiða lausnargjald fyrir Íslendingana. Hann komst til [[Sardinía|Sardiníu]], þaðan til Ítalíu við illan leik og loks til Danmerkur [[27. mars]] [[1728]] en tókst ekki að fá neina úrlausn hjá konungi. Hann fór þá til Íslands, kom aftur [[6. júlí]], tæpu ári eftir ránið, og tók 1634 aftur við prestsskap á Ofanleiti en kona hans kom aftur níu árum seinna. Börn þeirra sem herleidd voru með þeim urðu öll eftir í Alsír en ein dóttir hafði orðið eftir á Íslandi og eins dóttir hans af fyrra hjónabandi með Helgu Árnadóttur.
 
''[[Reisubók Ólafs Egilssonar]]'' þykir merk heimild, bæði um Tyrkjaránið og um sýn norrænna manna á líf og háttu manna í „Barbaríinu“.
 
[[Flokkur:Íslenskir prestar]]