Munur á milli breytinga „Kosningaréttur“

ekkert breytingarágrip
m
[[Mynd:Head of suffrage parade, Washington.jpg|thumb|right|Kröfuganga kvenna í Washington í Bandaríkjunum fyrir kosningarétti árið 1913.]]
'''Kosningaréttur''' er réttur fólks til þess að taka þátt í [[lýðræði]]slegum kosningum. Oft er kosningaréttur [[stjórnarskrá]]arlega varinn en algengast er að fólk fái kosningarétt við 18 ára aldur, eins og tíðkast á [[Ísland]]i.
'''Kosningaréttur''' er réttur fólks til þess að taka þátt í [[lýðræði]]slegum kosningum. Oft er kosningaréttur [[stjórnarskrá]]arlega varinn en algengast er að fólk fái kosningarétt við 18 ára aldur, eins og tíðkast á [[Ísland]]i. Kosningaréttur hefur jafnt og þétt verið víkkaður út eftir því sem lýðræðisumbætur hafa átt sér stað víða um heim. [[Einveldi]] konunga var lagt af í Evrópu á 19. og 20. öld og við það fengu oftast efnaðir, hvítir karlmenn kosningarétt. Með tímanum fengu konur kosningarétt (þó ekki fyrr en [[1971]] í [[Sviss]]), fólk af öðrum kynþætti en hvítum og borgarar almennt burt séð frá efnahag.
 
== Kosningaréttur á Íslandi ==
Reglurnar um eign voru rýmkaðar dálítið þegar kosið var til [[þjóðfundurinn 1851|þjóðfundarins 1851]] og aftur árið [[1903]]. Þá fengu karlmenn sem ekki voru öðrum háðir sem hjú og borguðu fjórar krónur eða meira í útsvar kosningarétt.
 
Árið [[1915]] var svo gerð veruleg breyting; konur fengu þá [[kosningaréttur kvenna|kosningarétt]] og einnig allir sem orðnir voru 25 ára og skulduðu ekki [[sveitarstyrkur|sveitarstyrk]]. Þessum nýju kjósendum var þó ekki strax treyst til að beita kosningaréttinum; aðeins þeir sem orðnir voru 40 ára máttu kjósa og það mark átti síðan að færast niður um eitt ár á ári þar til 25 ára markinu væri náð. Þessar takmarkanir voru þó felldar niður árið [[1920]].
 
Enn varð breyting árið [[1934]], þegar kosningaréttur var færður niður í 21 árs aldur og takmarkanir á kosningarétti vegna skuldar við sveitarsjóð voru numdar úr gildi. Kosningaaldurinn var svo lækkaður í 20 ár árið [[1968]] og að lokum í 18 ár [[1984]].
11.596

breytingar