„Charles Sanders Peirce“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ptbotgourou (spjall | framlög)
m r2.6.5) (robot Bæti við: ar:شارل ساندرز پيرس
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
'''Charles Sanders Peirce''' ([[10. september]] [[1839]] í [[Cambridge, Massachusetts|Cambridge]] í [[Massachusetts]] – [[19. apríl]] [[1914]]) var [[Bandaríkin|bandarískur]] [[heimspekingur]], [[eðlisfræðingur]] og fjölfræðingur. Peirce var menntaður [[efnafræðingur]] og vann að vísindum í rúm 30 ár en er einkum minnst fyrir framlag sitt til [[rökfræði]], [[stærðfræði]], [[heimspeki]] og [[táknfræði]].
 
Peirce hlaut ekki mikla athygli á sínum tíma og allt fram yfir miðja [[20. öld]]. Mikið af skrifum hans er enn óútgefið. Hann skrifaði mest á [[Enska|ensku]] en birti einnig nokkrar greinar á [[Franska|frönsku]]. Hann var frumkvöðull í stærðfræði og vísindalegri aðferðafræði og [[vísindaheimspeki]], [[þekkingarfræði]] og [[frumspeki]] en áleit sig öðru fremur vera rökfræðing. Í huga hans náði rökfræðin einnig yfir þekkingarfræði og vísindaheimspeki en Peirce áleit rökfræðina tilheyra táknfræði. Strax árið 1886 sá hann fyrir að rafrásir sem straumur færi um eða væri tekinn af gæti framkvæmt rökaðgerðir, hugmynd sem varð að veruleika þegar fyrstu tölvu litu dagsins ljós.
 
== Tenglar ==
* {{SEP|peirce|Charles Sanders Peirce}},
* {{SEP|peirce-logic|Peirce's Logic}}
* {{IEP|p/PeirceBi.htm|Charles Sanders Peirce (1839-1914)}}