„Kópavogskirkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Krikjoh (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
Kirkjan stendur á stað sem nefnir Borgir eða Borgarholt og er umhverfi hennar friðað. Kópavogskirkja er krosskirkja og hefðbundin að því leyti en það eru bogar hennar sem einkenna hana og gera hana sérstaka. Frá kirkjunni er mikið og fagurt útsýni og koma margir þangað til að njóta þess og um leið skoða kirkjuna. Altaristaflan í kirkjunni var sett upp árið 1990 og er eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur. Hún er byggð á frásögn í 13. kafla Jóhannesar-guðspjalls um það hvernig Kristur laugaði fætur lærisveina sinna. Listakonan Barbara Árnason gerði ýmsar myndir sem eru í kirkjunni. Gluggarnir í Kópavogskirkju þykja einstaklega fallegir. Þeir voru hannaðir af Gerði Helgadóttur myndhöggvara og voru smíðaðir af gluggasmiðju Oidtmann-bræðra í Þýskalandi.
Kópavogskirkja þykir vel heppnuð og vekur athygli bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og hafa myndir af henni birtst víðsvegar um heiminn. Kirkjan hefur lengi verið tákn Kópavogs og er að finna á [[merki Kópavogsbæjar]].
 
==Tengt efni==
* [[Kópavogur]]
* [[Digraneskirkja]]
* [[Lindakirkja]]
* [[Hjallakirkja]]
 
== Tenglar ==