„Kópavogskirkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Birgirms (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Birgirms (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
'''Kópavogskirkja''' er elsta [[kirkja]] [[Kópavogur|Kópavogs]]. Hún er staðsett á [[Borgarholt]]i í vesturbæ Kópavogs, oft nefnt Kirkjuholt af íbúum. Kirkjan var reist á árunum 1958-1962. Grunnur hennar var helgaður þann [[16. ágúst]] [[1958]] og hornsteinn lagður af biskupi Íslands þann [[20. nóvember]] [[1959]]. [[16. desember]] [[1963]] var kirkjan vígð af [[Sigurbjörn Einarsson|Sigurbirni Einarssyni]] þáverandi [[Biskup Íslands|biskupi Íslands]].
 
Fyrsti sóknarprestur Kópavogskirkju var [[Gunnar Árnason]] sem starfaði frá 1962-1971. Árið 1971 hófu þeir Árni Pálsson og Þorbergur Kristjánsson störf. Árni lét af störfum árið 1990 en Þorbergur 1994. Ægir Fr. Sigurgeirsson var sóknarprestur frá 1990 til 2009 en þá tók Sigurður Arnarsson við starfi sóknarprests. Þrír prestar hafa verið settir sóknarprestar við Kópavogskirkju til skemmri tíma, þeir Lárus Halldórsson í 3 mánuði 1971, Guðmundur Örn Ragnarsson í hálft ár 1985-1986 og Guðni Þór Ólafsson 1999-2000.
 
Árið 1955 var vígt orgel í Kópavogskirkju en var selt árið 1962 til Óháða safnaðarins í Reykjavík. Árið 1964 var keypt orgel frá Alfred E. Davis & sön Ltd og var það vígt þann 24.apríl. Það orgel var viðkvæmt og var viðhald þess kostnaðarsamt. 1991 hófst undirbúningur að kaupum á nýju orgeli og var að lokum ákveðið að taka tilboði frá P. Bruhn & Sön Orgelbyggeri. Þann 12. janúar 1997 var nýja orgelið vígt við hátíðlega athöfn.