„Þuríður Einarsdóttir stóra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Þórður Einarsson ==
Þuríður var dóttir Einars Guðmundssonar á Vatnsleysu í [[Biskupstungur|Biskupstungum]] og síðar í [[Haukadalur|Haukadal]]. Ekki er vitað hver móðir hennar var. Hún varð fyrst fylgikona séra [[Þórður Einarsson í Hítardal|Þórðar Einarssonar]], sem var sonur Einars Þórólfssonar hirðstjóraumboðsmanns á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi og kounkonu hans Katrínar, dóttur [[Halldór Ormsson|Halldórs Ormssonar]] ábóta á Helgafelli. Þórður var prestur í [[Hítardalur (bær)|Hítardal]], sem var eitt besta brauð landsins og veitt af [[erkibiskup|erkibiskupinum]] í [[Niðarós]]i, og má því gera ráð fyrir að hann hafi verið auðugur og átt töluvert undir sér. Þau áttu saman fimm börn og komust tvær dætur þeirra til aldurs, Þórunn kona séra Finnboga Tumasonar á Hofi í Vopnafirði og Jórunn, kona [[Þórður Guðmundsson (lögmaður)|Þórðar Guðmundssonar]] lögmanns.
 
Þórður lenti í ósætti við [[Ögmundur Pálsson|Ögmund Pálsson]] biskup, sem lét dæma hann úr embætti með svokölluðum ''Hítardalsdómi'' en þar var séra Þórði meðal annars gefið að sök að hafa átt fimm börn í frillulífi, logið upp á biskup, skemmt timbur sem Skálholtskirkja átti, slegist við annan prest á Barthólómeusarmessu, óhlýðnast biskupi og vanrækt kennimannsstörf sín. Sumar heimildir segja einnig að hann hafi snúist til [[Lútherstrú|lúthersku]], en [[Jón Einarsson í Odda|Jón]] bróðir hans, prestur í [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]], var einmitt einna fyrstur presta til að snúast til Lútherstrúar. Ögmundur og prestar hans dæmdu Hítardal fallinn undir erkibiskupsvald en fé Þórðar til kirkjunnar. Þórður sigldi sama sumar til Noregs og hugðist leita sér uppreisnar hjá erkibiskupi, en dó sama ár erlendis.