„Glarus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: de:Kanton Glarus
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Kort=Karte Kanton Glarus 2010.png|
}}
'''Glarus''' er fámenn kantóna í [[Sviss]] við norðurjaðar [[Alpafjöll|Alpafjalla]]. Íbúar eru aðeins 38 þúsþúsund. Höfuðstaðurinn heitir sömuleiðis [[Glarus]].
 
== Lega og lýsing ==
Glarus liggur í norðaustri Sviss og er nær öll innan um Alpafjöll. Hæsti tindurinn er Tödi (3.614 m). Þannig liggur meginhluti Glarus í tveimur Alpadölum sem ganga til suðurs frá stöðuvatninu Walensee. Aðrar kantónur sem að Glarus liggja eru [[St. Gallen (fylki)|St. Gallen]] fyrir norðan og austan, [[Graubünden]] fyrir sunnan, [[Uri]] fyrir suðvestan og [[Schwyz (fylki)|Schwyz]] fyrir vestan. Íbúar eru aðeins 38 þúsþúsund og skiptast samanlagt í þrjú sveitarfélög. Höfuðstaðurinn Glarus liggur við ána Linth og tilheyrir sveitarfélaginu Glarus.
 
== Skjaldarmerki ==
Lína 21:
 
== Söguágrip ==
Eftir tíma [[Rómaveldi|Rómverja]] fluttu alemannar inn í fjalladalina eftir árið [[700]] og námu landið. Allt frá byrjun var héraðið eign klaustursins Säckingen ([[Þýskaland]]smegin við [[Rín (fljót)|Rínarfljót]]). Síðla á [[13. öldin|13. öld]] eignuðust Habsborgarar héraðið. En það varaði stutt, því [[1351]] hertóku herir frá [[Bern]] og öðrum svissneskum kantónum fjalladalina í Glarus. Strax ári síðar reyndu Habsborgarar að endurheimta Glarus, en voru hraktir til baka. Glarus var þá gerð að eigin kantónu og fékk inngöngu í svissneska sambandið [[1352]]. Síðasta tilraun Habsborgara til að endurheimta Glarus var [[1388]], en í orrustunni við Näfels sigruðu Svisslendingar miklu stærri her Habsborgara. Það var þó ekki fyrr en [[1395]] sem Glarus keypti sig lausan frá klaustrinu í Säckingen, en greiddu nunnuklaustrinu þar enn árlegt gjald þar til [[Frakkland|Frakkar]] hertóku Sviss í lok [[18. öldin|18. aldar]]. Á [[16. öldin|16. öld]] bjó siðaskiptamaðurinn [[Ulrich Zwingli]] í Glarus og starfaði sem prestur. [[Siðaskiptin]] gengu í garð í Glarus [[1530]], en þó héldust nokkrir bæir [[Kaþólska kirkjan|kaþólskir]]. Þetta orsakaði mikla spennu í kantónunni. Stjórn kantónunnar klofnaði, sem og dómsmálin, hermálin og saltverslunin. Allt var gert í lúterskum sið annars vegar og í kaþólskum sið hins vegar. Meira að segja póstþjónustan klofnaði á þennan hátt. Kaþólikkar tóku upp [[gregoríska tímatalið]] (sem er í notkun í heiminum í dag), en siðaskiptamenn héldu fast í [[júlíska tímatalið]]. Vandi íbúanna til að virða trú hvers annars leiddi til þess að nornaveiðar héldu áfram þar, en síðasta galdraaftaka [[Evrópa|Evrópu]] fór fram í Glarus [[1782]] er Anna Göldi var hálshöggvin. Þessi stórkostlegi tvískiptingur í kantónunni var ekki leystur fyrr en [[1836]] er Glarus meðtók nýja [[stjórnarskrá]], löngu eftir að Frakkar yfirgáfu landið ([[1814]]). Í dag er [[iðnaður]] aðalatvinnan í Glarus, enda hefur [[landbúnaður]] lengi á erfitt uppdráttar í fjalladölunum. Ferðaþjónusta er enn sem komið er frekar lítil þar.
 
== Sveitarfélög ==
Lína 30:
! Sveitarfélag !! Íbúar !! Ath.
|-
| Glarus Nord || 16 þúsþúsund ||
|-
| Glarus || 12 þúsþúsund || Þar á meðal höfuðstaðurinn [[Glarus]]
|-
| Glarus Süd || 9.900 ||