Munur á milli breytinga „Júra (fylki)“

ekkert breytingarágrip
m (r2.7.1) (robot Bæti við: de:Kanton Jura)
 
== Lega og lýsing ==
Júra er norðvestasta kantónan í Sviss og er 838 km<sup>2</sup> að stærð. Hún liggur í [[Júrafjöll]]um og afmarkast öll vesturhliðin að [[Frakkland]]i. Auk þess eru kantónurnar [[Basel-Landschaft]] fyrir norðaustan, [[Solothurn (fylki)|Solothurn]] fyrir austan og Bern fyrir suðaustan. Íbúar eru aðeins 70 þúsþúsund, sem gerir Júra að mjög fámennri kantónu. Höfuðborgin heitir [[Delémont]].
 
== Skjaldarmerki ==
 
== Söguágrip ==
Júra tilheyrði lengi vel furstabiskupunum í Basel. Við [[siðaskiptin]] á [[16. öldin|16. öld]] tók suðurhluti Júra við reformeruðu kirkjunni, en norðurhlutinn hélst kaþólskur. [[1792]] hertóku Frakkar Júra og innlimuðu það Frakklandi. Eftir fall [[Napoleon Bonaparte|Napoleons]] úrskurðaði [[Vínarfundurinn]] [[1815]] að Júra skyldi tilheyra kantónunni Bern. Þetta skapaði spennu og óróa hjá íbúunum, bæði trúarlega og menningarlega. Íbúar Júra voru að mestu leyti kaþólskir og töluðu frönsku. Íbúar Bernar voru reformeraðir og töluðu [[Þýska|þýsku]]. Órói þessi hélst óbreyttur inn í [[20. öldin]]a. Á 7. og 8. áratugnum kom endurtekið til óeirða og uppþota í Júra. [[1978]] fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sköpun nýrrar kantónu, þar sem 71% sögðu . Innan héraðsins Júra kaus suðurhlutinn hins vegar að vera áfram í Bern, meðan norðurhlutinn vildi aðskilnað. Nýja kantónan var því mynduð af norðurhlutanum eingöngu og fékk heitið Júra. Hún var formlega stofnuð [[1. janúar]] [[1979]]. Á hinn bóginn var mikil óánægja bæði í nýju kantónunni, sem og í suðurhlutanum (Bernar hlutanum) um aðskilnað héraðsins. Síðan [[2004]] er verkefni í gangi til að sameina báða hlutana á ný í eina nýja kantónu, en enn sem komið er er verkefnið skammt á veg komið.
 
== Borgir ==
! Röð !! Borg/bær !! Íbúar !! Ath.
|-
| 1 || Delémont || 11 þúsþúsund || Höfuðborg kantónunnar
|-
| 2 || Porrentruy || 6.600 ||