Munur á milli breytinga „Sófókles“

* ''Ajax'' (eða ''Ajant'') fjallar um hina drambsömu hetju Trójustríðsins, Ajant Telamonsson. Ajant verður sturlaður þegar herklæði Akkillesar falla Ódysseifi í skaut en ekki honum. Hann fyrirfer sér en þrátt fyrir óvináttu Grikkja gagnvart honum átelur Ódysseifur Menelás konung til að veita Ajant sómasamlega útför.
* ''Trakynjur'' (nefndar eftir meyjunum í Trakhis sem kórinn samanstendur af) færa í leikbúning söguna um Deianiru sem drap Heracles óviljandi eftir að hann hafði lokið við sínar frægu tólf áraunir. Deianiru er talin trú um að hún hafi undir höndum ástarseið. Hún setur seiðinn á föt Heraclesar en við það verða þau baneitruð og valda kvalafullum dauða hans. Er hún kemst að hinu sanna sviptir hún sig lífi.
* '''Elektra''' segir frá systkinunum Elektru og Orestesi sem hefna morðsins á föður þeirra, Agamemnoni, sem framið var af móður þeirra Klytamnestru og ástmanni hennar Aegisthusi.
* '''Fíloktetes''' er um bogmanninn Fíloktetes sem yfirgefinn var á eynni Lemnos af gríska flotanum á leið í Trójustríðið. Grikkir finna það út að þeir geti ekki unnið Tróju án boga Fíloktetesar og senda því Ódysseif og Neoptolemus eftir honum. Vegna svika Grikkja gagnvart honum neitar Fíloktetes að ganga til liðs við herinn á ný. Vegna óvæntrar lausnar Heraclesar fæst Fíloktetes þó að lokum til að halda af stað til Tróju.
 
Fjölmörg brot úr öðrum leikverkum Sófóklesar hafa fundist og eru enn að finnast. Síðast árið 2005 uppgötvuðu fornfræðingar við Oxfordháskóla brot úr harmleiknum ''Afkomendurnir'' (''Epigonoi''). Af öllum þessum leikritabrotum má nefna ''Aias Lokros'', ''Hermíóna'', ''Níóba'', ''Triptolemos'' og ''Þýestes''. Árið 1907 fannst um helmingur leikritsins ''[[Satýrarnir]]'' (''Ikknevtæ'') í Egyptalandi.