„Voltaire“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Smálagfæringar og tenglar.
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
== Æviskeið ==
=== Fyrstu skref ===
François-Marie Arouet fæddist í París. Hann var yngstur fimm barna (aðeins þrjú komust á legg) þeirra François Arouet (f. 1650 -, d. 1. janúar 1722), lögbókanda, og konu hans, Marie Marguerite d'Aumart (f. u.þ.b. 1660 -, d. 13. júlí 1701), sem var af göfugum ættum. Voltaire gekk til náms hjá jesúítum í Collège Louis-le-Grand (1704–17111704 – 1711). Þar lærði hann latínu og grísku. Síðar á ævinni náði hann afburðatökum á ítalíu, spænsku og ensku.
 
Undir lok skólagöngu sinnar hafði Voltaire ákveðið að gerast rithöfundur. Sú staðfesta gekk þvert á óskir föður hans, sem vildi að hann yrði lögfræðingur. Voltaire þóttist starfa sem aðstoðarmaður lögfræðings í París, en varði mestum hluta tíma síns í að yrkja ljóð. Þegar faðir hans komst að hinu sanna, sendi hann Voltaire í laganám, að þessu sinni til Caen í Normandí. Voltaire þráaðist við og hélt áfram að rækta samband sitt við skáldgyðjuna. Einnig skrifaði hann ritgerðir og sagnfræðistúdíur. Hnyttni Voltaires kom honum í mjúkinn hjá ýmsum hástéttarfjölskyldum sem hann umgekkst. Faðir hans togaði í spotta og kom honum í starf ritara hjá sendiherra Frakklands í Hollandi. Þar varð Voltaire ástfanginn af frönskum flóttamanni sem nefndist Catherine Olympe Dunoyer. Faðir Voltaires kom í veg fyrir að þeim tækist að strjúka á brott saman og Voltaire var gert skylt að snúa aftur til Frakklands.
Lína 13:
 
== Nafnið „Voltaire“ ==
François-Marie Arouet tók upp nafnið „Voltaire“ árið 1718, í senn sem höfundarnafn og til daglegra nota. Orðið byggist á stafabrenglun (anagrami) á „AROVET LI“, latneskri stafsetningu eftirnafns hans, Arouet, og upphafsstafa orðanna „le jeune“ (hinn yngri) (ATH). Nafnið endurómar (ath!) einnig í öfugri röð atkvæði nafn sveitaseturs í Poiteu-héraðinu í Frakklandi: „AirVault“. Upptaka nafnsins „Voltaire“, í kjölfar fangelsunar höfundarins í Bastillunni, markar í augum margra formlegan aðskilnað hans frá fjölskyldu sinni og fortíð.
 
Á það má raunar einnig benda að Voltaire notaði, svo vitað sé, að minnsta kosti 178 höfundarheiti á ferli sínum.
Lína 22:
Eftir næstum þriggja ára útlegð í Bretlandi sneri Voltaire aftur til Parísar og gaf út ritgerðarsafnið Heimspekilegar hugleiðingar um hina ensku. Í þessu riti sínu komst hann að þeirri niðurstöðu að hin stjórnarskrárbundna konungsstjórn í Englandi væri þróaðari og samræmdist betur mannréttindum en franska stjórnarfyrirkomulagið, einkum hvað trúfrelsi snerti. Hugmyndir Voltaires mættu mikilli andstöðu. Ritgerðir hans voru brenndar og höfundurinn neyddist að nýju til að yfirgefa París.
 
Næst hélt hann til Château de Cirey, herragarðs (ATH.) á mörkum Champagne- og Lorraine-héraðanna. Þar stofnaði hann til ástarsambands við markgreifynju nokkra, Gabrielle Émilie le Tonnelier de Breteuil að nafni. Sambandið entist í fimmtán ár og byggðist að stórum hluta á vitsmunalegum skyldleika þeirra tveggja. Í sameiningu söfnuðu þau yfir 21.000 bókum til rannsókna og varðveislu. Auk þess framkvæmdu þau tilraunir í náttúruvísindum í rannsóknarstofu Château de Cirey.
 
Voltaire hafði nú lært af reynslunni. Hann gætti þess að verða sem minnst uppsigað við yfirvöld og einbeitti sér að skrifum og rannsóknum á sviði vísinda og sagnfræði. Meðal áhrifavalda hans var breski vísindamaðurinn Sir Isaac Newton og þýski heimspekingurinn Gottfried Wilhelm Leibniz.
Lína 37:
Á dánarbeðinum neitaði Voltaire að draga til baka gagnrýni sína á kirkjuna. Því var lagt bann við kristilegri útför hans. Engu að síður tókst vinum hans að grafa hann leynilega í klaustri Scellières í Champagne-héraðinu áður en bannið var gefið út. Heili hans og hjarta voru varðveitt hvort í sínu lagi. Síðar leit Þjóðarþing í Frakklandi (ATH: The National Assembly) á hann sem fyrirrennara að frönsku byltingunni og lét flytja jarðneskar leifar hans til Parísar. Þar var blásið til heljarmikillar athafnar með hljóðfæraleik og lúðrablæstri. Er áætlað að milljón manns hafi flykkst um stræti borgarinnar í skrúðgöngu sem haldin var af þessu tilefni. Líkamsleifar Voltaires eru nú geymdar í París.
 
Þess má geta að þýdd hefur verið á íslensku spænska bókin El Corazon de Voltaire, eða Hjarta Voltaires, eftir rithöfundinn Luis López Nieves. Í bókinni vaknar spurning um það hvort ein þjóðargersema Frakka, hjarta Voltaires, sem varðveitt er í skríni í París, sé raunverulega úr hugsuðinum kunna.
 
== Ritstörf ==
Lína 49:
 
=== Bréf ===
Voltaire stóð í miklum einkalegum bréfaskriptum á meðan hann lifði, og skrifaði meira en 20.000 bréf. Safnútgáfa Theodores Besterman af þessum skrifum Voltaires spannar 102 bindi. Mörgum þykir ritfimi höfundarins rísa hátt í ýmsum þessara skrifa, og ekki einungis bera vott um hnyttni hans og málsnilld, heldur einnig hlýjan vinhug, næmt tilfinningaskyn og skarpa hugsun.
 
== Tenglar ==