„Voltaire“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hjaltisnaer (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Hjaltisnaer (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
=== Nafnið „Voltaire“ ===
 
François-Marie Arouet tók upp nafnið „Voltaire“ árið 1718, í senn sem höfundarnafn og til daglegra nota. Orðið byggist á stafabrenglun (anagrami) á „AROVET LI“, latneskri stafsetningu eftirnafns hans, Arouet, og upphafsstafa orðanna „le jeune“ (hinn yngri) (ATH). Nafnið endurómar (ath!) einnig í öfugri röð atkvæði nafn sveitaseturs í Poiteu-héraðinu í Frakklandi: „AirVault“. Upptaka nafnsins „Voltaire“, í kjölfar fangelsunar höfundarins í Bastillunni, markar í augum margra formlegan aðskilnað hans frá fjölskyldu sinni og fortíð.
 
Á það má raunar einnig benda að Voltaire notaði, svo vitað sé, að minnsta kosti 178 höfundarheiti á ferli sínum.
Lína 42:
Í febrúar árið 1778 hélt Voltaire til Parísar í fyrsta skipti í tuttugu ár, með það fyrir augum að vera viðstaddur frumsýningu nýjasta harmleiks síns, Irene (íslenska titil?). Ferðalagið spannaði fimm daga og tók mjög á rithöfundinn, sem kominn var á 84. aldursár sitt. Hinn 28. febrúar taldi Voltaire að sinn tími í þessum heimi væri þrotinn. Hann skrifaði: „Ég dey við tilbeiðslu guðs, fullur hlýju í garð vina minna, án kala til óvina minna, og lýsi frati á hjátrú.“ Hann náði sér þó á strik og lifði að sjá frumsýningu leikverksins. Honum hrakaði hins vegar fljótt aftur, og lést hinn 30. maí árið 1778. Til er saga sem hermir að prestur nokkur hafi á hinstu stundu Voltaires hvatt hann til að afneita í orði djöflinum og snúa sér til guðs, og þá hafi skáldið mælt: „Í guðs bænum, leyf mér að deyja í friði.“
 
Á dánarbeðinum neitaði Voltaire að draga til baka gagnrýni sína á kirkjuna. Því var lagt bann við kristilegri útför hans. Engu að síður tókst vinum hans að grafa hann leynilega í klaustri Scellières í Champagne-héraðinu áður en bannið var gefið út. Heili hans og hjarta voru varðveitt hvort í sínu lagi. Síðar leit Þjóðarþing í Frakklandi (ATH: The National Assembly) á hann sem fyrirrennara að frönsku byltingunni og lét flytja jarðneskar leifar hans til Parísar. Þar var blásið til heljarmikillar athafnar með hljóðfæraleik og lúðrablæstri. Er áætlað að milljón manns hafi flykkst um stræti borgarinnar í skrúðgöngu sem haldin var af þessu tilefni. Líkamsleifar Voltaires eru nú geymdar í París.
 
Þess má geta að þýdd hefur verið á íslensku spænska bókin El Corazon de Voltaire, eða Hjarta Voltaires, eftir rithöfundinn Luis López Nieves. Í bókinni vaknar spurning um það hvort ein þjóðargersema Frakka, hjarta Voltaires, sem varðveitt er í skríni í París, sé raunverulega úr hugsuðinum kunna.