„Norðurslóðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
m r2.5.5) (robot Bæti við: az:Arktika
m Innsláttarvilla
Lína 1:
[[Mynd:arctic.svg|thumb|right|Rauða línan sýnir svæði með 10°C meðalhita í júlí en algengt er að styðjast við það sem skilgreiningu á norðurslóðum.]]
'''Norðurslóðir''' (einnig kallaðar '''Norðurhöf''' eða '''Norðurheimskautssvæðið''') er heimshlutinn í kringum [[Norðurheimskautið]]. Innan norðurslóða eru hlutar af [[Rússland]]i, [[Alaska]] ([sem tilheyrir [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]), [[Kanada]], [[Grænland]] (sem tilheyrir [[Danmörk]]u), [[Ísland]], norðurhéruð [[Noregur|Noregs]], [[Svíþjóð]]ar og [[Finnland]]s, en stærsti hluti svæðisins er hið ísi lagða haf [[Norður-Íshaf]]ið. Ekki er til nein algild skilgreining á norðurslóðum, en oftast er ýmist miðað við [[Norðurheimskautsbaugurinn|Norðurheimskautsbaug]] (66° 33’N), [[skógarmörk]] í norðri ([[trjálína|trjálínu]]), 10[[°C]] meðalhita í [[júlí]] eða skilin milli kalda Íshafssjávarins og hlýrri sjávarstrauma í Norður-[[Atlantshaf]]i. [[Vistfræði]]lega er Ísland á mörkum þess svæðis sem talið er til norðurslóða. Þau ríki sem eiga lönd innan norðurslóða vinna saman innan [[Norðurskautsráðið|Norðurskautsráðsins]].
 
Norðurslóðir einkennast af miklu [[víðerni]], köldu og þurru loftslagi, miklum árstíðaskiptum með [[skammdegi]] á veturna og björtum nóttum á sumrin, [[hafís]] á norðurhöfum og [[sífreri|sífrera]] í jörðu á stórum svæðum.