„Þórunn Jónsdóttir á Grund“: Munur á milli breytinga

m
Lagaði tengil.
(Ný síða: '''Þórunn Jónsdóttir''' (um 151113. desember 1593) var íslensk kona á 16. öld, mikill kvenskörungur og stórauðug. Hún bjó lengst af á [[Grund (Eyjafjar...)
 
m (Lagaði tengil.)
 
Þórunn var dóttir [[Jón Arason|Jóns Arasonar]] Hólabiskups og fylgikonu hans, [[Helga Sigurðardóttir (f. 1485)|Helgu Sigurðardóttir]]. Árið [[1522]] ættleiddi Jón Arason fjögur af sex börnum þeirra, [[Ari Jónsson lögmaður|Ara]], [[Björn Jónsson (f. 1506)|Björn]], Magnús og Þórunni, og skyldi hún hafa jafnan arfahlut og bræður hennar, en venjulega var arfur kvenna helmingur af hlut bræðra þeirra. Tvö systkinanna, Helgu og [[Sigurður Jónsson (f. 1520)|Sigurð]], ættleiddi Jón hins vegar ekki.
 
Þórunn giftist fyrst árið [[1526]] og hefur þá líklega verið 14-15 ára að aldri (raunar ber heimildum um aldur hennar ekki alveg saman en hún var fædd á árunum 1509-1512). Maður hennar var [[Hrafn Brandsson (yngri)|Hrafn Brandsson]] yngri og fékk hún í heimanmund 360 hundruð í jörðum og 60 hundruð í lausafé en Hrafn lagði til helmingi meira og voru þau því stórauðug. Hrafn var handgenginn Jóni tengdaföður sínum, sem tókst að fá hann gerðan að lögmanni. Síðan hröktu þeir [[Teitur Þorleifsson|Teit ríka Þorleifsson]] frá [[Glaumbær (byggðasafnbær)|Glaumbæ]] og settust þau Hrafn og Þórunn þar að en ári síðar beið Hrafn bana er hann háði drukkinn [[einvígi]] við svein sinn. Þau áttu saman eitt barn sem dó ungt.
 
Árið [[1533]] giftist Þórunn öðru sinni Ísleifi Sigurðssyni sýslumanni og bjuggu þau stórbúi á [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Ísleifur dó [[1548]] eða [[1549]] og áttu þau engin börn. Þórunn var því ekkja þegar faðir hennar og bræður voru teknir af lífi í [[Skálholt]]i haustið [[1550]]. Sagt er að þegar norðlenskir vermenn héldu á [[Suðurnes]] í janúar [[1551]] og drápu þar [[Kristján skrifari|Kristján skrifara]] og fleiri, þá hafi Þórunn á Grund búið þá út og sagt þeim að drepa alla Dani sem þeir fengju færi á. Hún var mjög handgengin föður sínum og þótti lík honum og er sagt að þegar Jón biskup var leiddur á höggstokkinn hafi hann beðið fyrir kveðju til Þórunnar sonar síns og séra Sigurðar dóttur sinnar.
7.517

breytingar