„Teitur Gunnlaugsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 7:
Teitur er einn þeirra sem nefndir eru í hyllingarbréfi [[Eiríkur af Pommern|Eiríks konungs af Pommern]] [[1431]] og taldi hann Eirík eina löglega konunginn þaðan í frá, því þótt Eiríkur væri settur af [[1440]] vildi Teitur aldrei hylla annan konung að Eiríki lifandi, hvorki [[Kristófer af Bæjaralandi]] né [[Kristján 1.]], fyrr en [[1459]], þegar hann var leystur frá eið sínum með alþingisdómi, en þá var Eiríkur látinn. Hann virðist hafa verið mjög valdamikill og í miklum metum, þar sem hann komst upp með að neita að hylla konungana þótt hirðstjórar reyndu ítrekað að fá hann til þess.
 
Kona Teits er óþekkt. Eina barn þeirra sem vitað er til að hafi átt erfingja var Kristín, kona Þorleifs Árnasonar bónda í [[Glaumbær (byggðasafnbær)|Glaumbæ]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], sem var sonarsonur [[Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir|Vatnsfjarðar-Kristínar]] og dóttursonur [[Loftur Guttormsson|Lofts Guttormssonar]] ríka. Þeirra sonur var [[Teitur Þorleifsson]] lögmaður, sem erfði Bjarnaneseignir eftir afa sinn og spunnust um þær miklar deilur á 16. öld. Óskilgetinn sonur Teits Gunnlaugssonar var Gunnlaugur Teitsson lögréttumaður.
 
== Heimildir ==