„Þýska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
 
== Einkenni ==
Þýska er nokkuð lík [[íslenska|íslensku]] hvað varðar [[málfræði]], m.a. varðandi beygingar á [[fallorð]]um. Nafnorðin sjálf hafa oftast sömu beygingarmynd í eintölu, [[ákvæðisorð]]in sem stýra fallinu breytast hins vegar. Undantekningar frá þessu eru eignarfallsmyndir karlkyns og hvorugkyns nafnorða, veik og óreglulega beygð nafnorð auk karlkynsorða af erlendum uppruna. Nafnorðin [[hljóðvarp]]ast sum hver í fleirtölu og eða bæta við sig endingu. Ólíkt flestum málum skyldri þýsku eru öll nafnorð og ávarpsfornöfn rituð með stórum staf og þérun er algeng. Í þýska stafrófinu er líka bókstafurinn ß („das Eszett“) sem ekki er að finna í öðrum germönskum málum. [[Setningarfræði]] í þýsku er ólík þeirri íslensku að því leyti að [[Aðalsögn|aðalsagnir]] sem fylgja [[hjálparsögn]]um koma aftast í setningar. Eins standa öll [[sagnorð]] í [[aukasetning]]um aftast.
 
== Málfræði ==