„Pétur Sigurðsson (f. 1896)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Pétur Sigurðsson''' ([[17. febrúar]] [[1896]] - [[15. október]] [[1971]]) var Háskólaritari og íslenskur knattspyrnumaður.
 
== Ævi og störf ==
Pétur fæddist á Ánabrekku í [[Borgarhreppur|Borgarhreppi]] á [[Mýrar|Mýrum]], sonur Sigurðar Péturssonar fangavarðar og Guðríðar Gilsdóttur. Hann var elstur sjö barna þeirra. Hann varð stúdent frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1914 og stundaði nám í norrænum fræðum við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] á árunum 1914 til 1920, með hléum og Mag. art. í íslenskum fræðum frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1923. Frá 1925 til 1929 gegndi hann embætti aðstoðarbókavarðar á [[Landsbókasafn Íslands|Landsbókasafninu]].
 
Lína 8 ⟶ 9:
 
Pétur var [[borgarstjórn Reykjavíkur|varabæjarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] 1930 til 1934 fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]].
 
== Íþróttamál ==
Pétur var einn af stofnendum [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]] og meðal bestu leikmanna þess fyrstu árin. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari í [[knattspyrna|knattspyrnu]] og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir íþróttahreyfinguna. Hann sat í stjórn [[ÍSÍ]] í tæpan áratug, í [[Knattspyrnuráð Íslands|Knattspyrnuráði Íslands]] 1919 til 1922, var formaður [[Knattspyrnuráð Reykjavíkur|KRR]] 1941 til 1943 og [[KSÍ]] 1947 til 1948. Þá var hann fyrsti ritstjóri [[Íþróttablaðið|Íþróttablaðsins]].