„Fléttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gautibmw (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Oddurv (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar Gautibmw (spjall), breytt til síðustu útgáfu Ptbotgourou
Lína 1:
'''Flétta''' er sambýli [[sveppur|svepps]] og [[grænþörungur|grænþörungs]] og/eða [[blábaktería|blábakteríu]]. Sveppurinn tilheyrir oftast [[asksveppur|asksveppum]] en þó eru nokkrar [[tegund]]ir [[kólfsveppur|kólfsveppa]] sem mynda fléttur. Á [[Ísland]]i finnast rúmlega 700 [[fléttutegund]]ir.
[[Mynd: Peltigera_leucophlebia_280208.jpg|thumb|right|[[Dílaskóf]] ''P. leucophlebia'' ]]
Heiti sveppsins er heiti fléttunnar og því er oft talað um [[fléttumyndandi sveppi]]. Hver [[fléttumyndandi sveppur]] myndar eina [[fléttutegund]] en sömu tegund [[grænþörungur|grænþörungs]] eða [[blábaktería|blábakteríu]] má oft finna í sambýli við mismunandi tegundir [[fléttumyndandi sveppur|fléttumyndandi sveppa]].
'''Flétta''' eða fléttur eru [[sambýli]] svepps og [[grænþörungur|grænþörungs]] og/eða [[blágrænbaktera|blágrænbakteríu]]. [[sveppur|Sveppurinn]] er yfirleitt ráðandi aðilinn í þessu sambandi. Nafn flétturnar er alltaf nafn sveppsins þar sem finna má sama [[þörungar|þörunginn]] í mismunandi fléttutegundum. <ref name=NI>Náttúrufræðistofnun Íslands, Fléttur,[http://www.ni.is/grodur/Flora/Flettur/] </ref>.
Fléttum er skipt í þrjá útlitshópa: [[Runnfléttur]] sem eru uppréttar og ekki með greinanlegan mun á efra og neðra borði, [[blaðfléttur]] sem eru blaðlaga og með greinanlegan mun á efra og neðra borði og [[hrúðurfléttur]] sem vaxa beint á undirlagi sínu og eru oft án nokkurs sérstaks neðra borðs.
 
Ytra byrði flétta er úr samþjöppuðum [[sveppaþráður|sveppaþráðum]] sem er næginlega þétt til að koma í veg fyrir vökvatap, þar undir eru síðan [[baktería|bakteríurnar]]/þörungarnir sem eru í öruggu umhverfi inn um sveppaþræðina og ver þá gegn [[útfjólublá geislun|útfjólublárri geislun]] frá sólinni. Innst inni eru síðan sveppaþræðir sem eru sundurlausari en ytra byrðið en þeir geyma næringarefni og vatn sem nýtast fléttunni<ref name=Attenborough>Attenborough, D. (1995). Einkalíf Plantna - Gróður Jarðar. Í Ó. Ingimarsson. Reykjavík: Bókaútgáfan Skjaldborg</ref>.
 
Sveppurinn leggur til rök skilyrði með vörn gegn sterku sólarljósi sem eru hagstæð skilyrði fyrir þörunginn en á móti hirðir hann stærstann hluta framleiðslu þörungsins <ref name=NI>Náttúrufræðistofnun Íslands, Fléttur, engin dagsetning [http://www.ni.is/grodur/Flora/Flettur/] </ref>.
Mörk milli [[fléttumyndandi]] og ekki fléttumyndandi sveppa eru ekki alltaf ljós þar sem sumar tegundir geta valið sér að mynda fléttu eða ekki, einnig eru ekki allar fléttur með [[ljóstillífun|ljóstillífandi]] bakteríu „í vinnu hjá sér“ auk þess geta sumir sveppir sem lifað sem sníkill, rotvera eða ásæta á fléttum. Þessir sveppir deila þali og í sumum tilfellum jafnvel ljósbýlinga hýsli fléttunar <ref name= Oddur>Aðalsteinsson, K., Heiðmarsson, S., & Vilhelmsson, O. (Nóvember 2008). Sameindalíffræðileg greining á sambýlisbakteríum í fléttum. Viðskipta - og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Akureyri: Háskólinn á Akureyri.</ref>
25000 tegundir af fléttum er að finna í heiminum og er þær að finna í öllum heimsálfum.<ref name=Martínez>Martínez, Burgaz, Vitikainen og Escudero, Distribution patterns in the genus Peltigera Willd., (2003), Lichenologist 35 (301-323)[http://journals.cambridge.org/action/displayAbstract?fromPage=online&aid=955840]</ref>
 
Á Íslandi má finna um 700 tegundir af fléttum þar á meðal eru yfir 400 þeirra hrúðurfléttur og afgangurinn blað- og runnfléttur. Sífellt finnast fleiri tegundir fléttna hér á landi sem og annars staðar í heiminum. 14 Peltigera tegundir finnast hér á Íslandi<ref name=flora>Flóra íslands, [www.floraislands.is]</ref>
Talið er að 20% þekktra sveppategunda búi í fléttum , eru þær nær eingöngu í flokki [[asksveppir|asksveppa]] eða um 98% <ref name=Hallgrímsson>Hallgrímsson, H. (2010). Sveppabókin - Íslenskir sveppir og sveppafræði. Í Fléttur (bls. 519 - 535). Skrudda ehf.</ref> Talið er að um 10% af fléttumyndandi sveppum myndi samlífi með blágænbakteríum, sem eru [[niturbindandi baktería|niturbindandi bakteríur]] og sjá sveppnum fyrir nitri ásamt kolefni sem kemur frá ljóstillífun. Sveppahlutinn og ljóstillífandi hluti fléttunnar mynda saman [[þal]] sem er líkami fléttunnar. Plöntulík bygging fléttna, þal, litur og stærð eru gjörölíkt þegar þær eru ræktaðar upp aðskildar frá sambýlisfélaganum samanborið við fléttuna en bygging fléttnanna getur verið mismunandi. Bygging þeirra getur verið eftirfarandi.
hrúðurkennd, Blaðkennd,runnkennd og innvaxin <ref name=Oddur>Aðalsteinsson, K., Heiðmarsson, S., & Vilhelmsson, O. (Nóvember 2008). Sameindalíffræðileg greining á sambýlisbakteríum í fléttum. Viðskipta - og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Akureyri: Háskólinn á Akureyri.</ref>,<ref name=Lisci>Lisci, M., Monte, M., & Pacini, E. (2003). Lichens and higher plant on stone: a review. International Biodeterioration & Biodegradation 51: 1 - 17.</ref>
Hlutverk ljósháðra baktería í sambýli fléttna er fjölbreytilegt, þær lifa eins og aðrar lífverur á og í öllum hlutum fléttnanna t.d. eins og í þalinu, og innanvökva hennar sem kemur frá [[ljósbýlingur|ljósbýlingum]]. Þessar bakteríur binda [[ólífrænt efni|ólífræn efni]] handa sveppnum sem hýsir þær hjá sér í hentugu og öruggu umhverfi fyrir bakteríurnar. Köfnunarefnisbindandi bakteríur binda köfnunarefni handa sveppnum á meðan sveppurinn sem hefur ekki köfnunarefnis bakteríur í sambýli við sig verður sér út um köfnunarefni á annan hátt. Það getur komið frá vatni, lofti, dýraáburði eða jafnvel mengun <ref name=liba>Liba CM, Ferrara FIS, Manfio GP, Fantinatti-Garboggini F,
Albuquerque RC, Pavan C, Ramos PL, Moreira-Filho CA &
Barbosa HR (2006) Nitrogen-fixing chemo-organotrophic
bacteria isolated from cyanobacteria-deprived lichens and
their ability to solubilize phosphate and to release amino acids
and phytohormones. J Appl Microbiol 101: 1076–1086</ref>. Bakteríur brjóta niður rotnandi fléttuleifar sem hafa orðið fyrir hnjaski eða skemmst á einhvern annan hátt þar sem ekki eru lengur örveruhemjandi efni til staðar þetta hjálpar starfandi hlutum fléttunnar þar sem hún hefur þá meiri aðgang að næringarefnum. Þessar sömu bakteríur komast ekki að fléttuhlutunum þegar þessi örveruhemjandi efni eru til staðar í fléttuhlutunum <ref name=cardinale>Cardinale, M., A. M. Puglia, and M. Grube. 2006. Molecular analysis of
lichen-associated bacterial communities. FEMS Microbiology Ecology
57:484-495.</ref>
Þó að sveppurinn sé ráðandi aðilinn þá eru flétturnar ólíkar flestum sveppum í vaxtarlagi. Þetta skýrist af ólíku hlutverki. Þeir sveppir sem sjáum frá degi til dags eru aldin þeirra sem bera gró þeirra og hjálpa þeim að fjölga sér á meðan flétturnar hafa þetta hlutverk ásamt því að afla næringar með ljóstillífun eins og plöntur og þörungar. Eins og plönturnar þurfa flétturnar því að breiða úr sér þannig að þær nái sem mestu sólarljósi til ljóstillífunar. Þar sem fléttur eru hæfar um að ljóstillífa eru þær frumbjarga lífverur en ólíkt plöntunum geta þær lifað við ótrúlega erfiðar aðstæður þar sem nánast ekkert vatn er að fá og láta þær þá morgundöggina duga sér til viðurværis. Fléttur er að finna í heimskautalöndum þar sem enginn annar gróður finnst, hæstu fjallstindum, á öðrum lífverum eins og trjám og nokkrar tegundir er einnig að finna nálægt sjó og vatni. <ref name=Hallgrímsson>Hallgrímsson, H. (2010). Sveppabókin - Íslenskir sveppir og sveppafræði. Í Fléttur (bls. 519 - 535). Skrudda ehf.</ref> Sumar geta lifað af há hitastig upp í 90°C niður í -196°C eða hreinsun með acetone í tilraunum á rannsóknarstofum. Flétturnar eru fljótar að ná sér eftir svona meðferð en annars stigs lífefni sem þær framleiða fjölbreytt annars stigs lífefni sem hjálpa þeim mikið hvað þetta varðar. Lífvirku efnin hjálpa þeim til að hindra niðurbrot á þali fléttunnar þ.e.a.s. hindrar óæskilegann örveruvöxt.<ref name=grube>M. Grube og G. Berg, Microbial consortia of bacteria and fungi with focus on the lichen symbiosis, (2010, british mycological society.[http://www.sciencedirect.com/science?_ob=ArticleURL&_udi=B8G3K-4XPXXPT-1&_user=5914913&_coverDate=08%2F31%2F2009&_rdoc=1&_fmt=high&_orig=gateway&_origin=gateway&_sort=d&_docanchor=&view=c&_searchStrId=1755395983&_rerunOrigin=scholar.google&_acct=C000068840&_version=1&_urlVersion=0&_userid=5914913&md5=eb1c1a91889c04edb412257c19d234ff&searchtype=a] </ref>
Fléttur eru áberandi í íslenskum þurrlendisvistkerfum, þær þola þurrk, lága vatnsvirkni og geta vaxið við lágt sýrustig. Bakteríubíóta í fléttum er háð tegund svepps (phylogenetic position), landfræðilegrar staðsetningar, undirlags, ástands örverusamfélags og framleiðsluferlum annars stigs efna (secondary metabolism) í sveppinum<ref name=cardinale></ref>. [[Sýrustigsþol]] er einnig meðal þeirra þátta sem bakteríur þurfa að hafa til að geta lifað í eða í námunda við fléttur. Gerðar hafa verið rannsóknir á samlífi flétta og samskipti svepps við ljósbýling. Bakteríur úr ættkvíslunum Firmicutes, Actinobacteria og proteobacteria ættkvíslunum hafa fundist í fléttum og gaf það til kynna að ákveðnar bakteríutegundir tilheyra ákveðnum fléttutegundum. Algengir stofnar sem hafa fundist voru af Paenibacillus og Burkholderia ættkvíslum. Skimun á ákveðnum genum í [[geislagerill|geislagerlum]] sem einangraðir hafa verið frá hitabeltisvæðum og frá Alaska hafa sýnt að há tíðni af genum tengdum framleiðslu samskiptra polyketide (PKS – I og PKS – II) og nonribosomal peptíða (NRPS). Flest þessara gena tilheyrðu Micomonospora og Streptomyces<ref name=González>González, I., A. Ayuso-Sacido, A. Anderson, and O. Genilloud. 2005.
Actinomycetes isolated from lichens: Evaluation of their diversity and
detection of biosynthetic gene sequences. FEMS Microbiology Ecology
54:401-415</ref>.
 
== Tenglar ==
* [http://www.floraislands.is/flettuval.htm ''Flóra Íslands''; síða Harðar Kristinssonar].
* [http://www.ni.is/grodur/Flora/Flettur/ ''Náttúrufræðistofnun Íslands'']
== Heimildir ==
{{Reflist}}
 
 
{{stubbur|líffræði}}