„Kastali“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Eirikurr (spjall | framlög)
Endurskrifað
Lína 1:
{{hreingera}}
<onlyinclude>
[[Mynd:Alcazar-Segovia.jpg|thumb|Segovia [[kastali]] á [[Spánn|Spáni]].]]
'''Kastali''' er víggirt [[mannvirki]] sem gjarnan er torsótturtorsótt vegna staðsetningar. Flestir kastalar á [[Miðaldir|miðöldum]] voru heimili hefðarfólks og konungborinna og voru byggðir til að standast áhlaup óvina, ásamt því að vera mikilvægt stöðutákn.
</onlyinclude>
=== Saga ===
Þegar [[Rómverjar]] lögðu undir sig [[Evrópa|Evrópu]] byggðu þeir á lykilstöðum í álfunni virki sem urðu að miðstöðvum herafla þeirra. Þessi virki samanstóðu af nokkrum húsum og virkisvegg úr trédrumbum í kring um þau. Þessi hús voru kölluð castra á [[latína|latínu]] en virkið var kallað castellum.
[[Róm|Rómverskir]] hermenn bjuggu í [[virki|virkjum]] sem kölluð voru „castra“ á latínu og þaðan er orðið kastali komið. Eftir hrun [[Rómaveldi|Rómaveldis]] jukust vandamál vegna [[Sjóræningi|sjóræningja]] og annarra ræningja sem varð til þess að aðalsfólk fór að byggja hús sín í virkisstíl í [[Öryggi|öryggisskyni]] og sumir fluttu jafnvel í gömul rómversk virki. Þessi hús voru þá kölluð kastalar.
Í fyrstu höfðu flestir kastalar aðeins einn [[Turn|turn]] eða turnkastala. Í þeim voru yfirleitt 2-3 hæðir og eitt stórt [[herbergi]] á hverri hæð. Í miðjum turninum var stór [[strompur]] sem gerði mögulegt að hafa stóran [[arinn]] til að hita herbergin upp. Í öryggisskyni voru í stað [[Gluggi|glugga]] eingöngu mjóar [[Rauf|raufar]] og [[Veggur|veggir]] voru mjög þykkir. Umhverfis voru kastalasýki full af [[vatn|vatni]] og eingöngu var hægt að komast yfir þau og inn með því að fara yfir [[vindubrú]] sem hægt var að draga upp og niður.
 
Þegar Rómarveldi leið undir lok jókst óöryggi í sífellt fjölmennari Evrópu með tilheyrandi árekstrum og deilum á milli [[þjóðarbrot|þjóðarbrota]] og ráðamanna. Á 10. og 11. öld voru svo fyrstu kastalarnir byggðir og hélst latneska nafnið við þá. Þessir fyrstu kastalar voru að mestu [[jarðvegur]] og [[tré]], sem þýðir að jarðvegi var ýtt upp í hæðir sem byggt var ofan á. Í kring um húsin efst á [[hæð|hæðinni]] var svo myndaður [[veggur]] úr trédrumbum. Flestir staðanna nýttu sér [[umhverfi|umhverfið]] á einhvern máta, annað hvort var byggt á hæð í umhverfinu eða við [[klettabelti]] til að spara sér vegginn. Fljótlega var farið að grafa [[skurður|skurði]] í kring um virkisveggina og fylla þá að vatni.
Á seinni hluta [[Miðaldir|miðalda]] þegar [[Konungur|konungarnir]] urðu sterkari og gátu betur haldið uppi [[lög]]um og reglu, jókst öryggi í sveitunum. Þá fóru [[Aðall|aðalsmenn]] að huga meira að [[þægindil|þægindum]] en öryggi og hófu róttækar [[breyting]]ar á heimilum sínum. Þeir bættu við herbergjum í kringum kastalaturnana með stærri gluggum með [[gler]]i og [[Vindubrú|vindubrýr]] viku fyrir [[steinbrú|steinbrúm]]. Undir lok miðalda hætti fólk að búa í köstulum.
 
Fljótlega hófu menn að nota [[steinn|steina]] við að reisa bæði hús og virkisveggi. Einnig varð að bregðast við öflugri [[vopn|vopnum]], svo sem [[slöngvivað]] og færanlegum turnum. Urðu því virkisveggir og turnar stærri og stærri, [[síki]] breiðari og dýpri og aðkomuleiðir erfiðari.
 
Kastalar hafa ætíð haft umtalsverð áhrif á [[landsvæði|landsvæðið]] í kring um þá. Iðulega bjuggu þar [[aðall|aðalsmenn]] sem réðu yfir landshlutanum og þáðu [[skattur|skatt]] af íbúum þess. Í staðinn bar að vernda [[þegn|þegnana]] og var það oftast gert með því að koma þeim fyrir í kastalagarðinum á hættutímum. Ein öflugasta leiðin til að sigra andstæðing sem hafði komið sér fyrir innan kastalamúranna var að setja upp [[umsátur]] um kastalann. Í stað þess að ráðast til atlögu við kastalann var séð til þess að [[vistir]] og [[liðsafli]] gæti ekki borist til þeirra sem þar voru. Á endanum varð hungrið heimafólkinu að bráð.
 
Vendipunkturinn í þróun kastala varð á [[13. öld|13. öldinni]] þegar [[byssupúður]] barst til Evrópu frá [[Kína]]. Öflugar [[fallbyssa|fallbyssur]] urðu fljótlega staðalbúnaður í hverjum her og var lítið mál að skjóta niður hurðir og veggi með þeim. Sáu menn sér þá þann kost einan að færa bardagana frá heimilum sínum út á víðavang, þar sem auðvelt var að eyðileggja húsin, í stað þess að loka sig inni.
 
Þessi þróun varð til þess að minna var lagt í varnarhlutverk kastalanna og breyttust heimili aðalsins úr kastölum yfir í að vera meira í líkingu við [[herragarður|herragarða]]. Mjóar raufir fyrir bogaskyttur urðu að stórum gluggum og í stað [[vindubrú|vindubrúa]] komu steinbrýr.
 
Þrátt fyrir að hlutverki kastala í hernaði væri lokið var ekki hætt að búa í þeim, enda stór híbýli og mjög sterkbyggð. Fram til dagsins í dag eru fjölmargir kastalar en í fullri notkun, margir sem söfn en þónokkrir sem heimili, jafnvel heimili afkomenda þeirra sem þá byggðu.
 
[[Flokkur:Kastalar]]