„Vilhjálmur 1. Englandskonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
laga tengil
Lína 3:
 
== Hertogi af Normandí ==
Vilhjálmur fæddist líklega í Falaise-höll í Normandí haustið 1028 en hugsanlega þó ári fyrr. Hann var óskilgetinn einkasonur [[Róbert 1. hertogi af Normandí|Róberts 1.]] hertoga af Normandí og frillu hans, Herleifar. Vilhjálmur var fimmti liður í beinan karllegg frá [[Göngu-Hrólfur|Göngu-Hrólfi]] [[Rögnvaldur Mærajarl|Rögnvaldssyni]]. Afasystir hans var [[Emma af Normandí]], sem gift var [[Aðalráður ráðlausi|Aðalráði ráðlausa]] Englandskonungi og síðan [[Knútur mikli|Knúti mikla]] og var móðir Englandskonunganna [[Hörða-Knútur|Hörða-Knúts]] og [[Játvarður góði|Játvarðar góða]].
 
Faðir Vilhjálms lést í [[Níkea|Níkeu]] [[2. júlí]] [[1035]] á heimleið úr [[pílagrímsferð]] til [[Jerúsalem]]. Áður en hann hélt af stað hafði hann útnefnt Vilhjálm erfingja sinn og varð hann hertogi þótt óskilgetinn væri en ýmsir töldu sig þó eiga gildara tilkall til hertogadæmisins og var líf hans því í stöðugri hættu þegar hann var barn. Hann naut þó stuðnings [[Hinrik 1. Frakkakonungur|Hinriks 1.]] Frakkakonungs og náði snemma góðum árangri í baráttu við fjandmenn sína og uppreisnarmenn.