„Steingrímur Thorsteinsson“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
'''Steingrímur Thorsteinsson''' ([[1831]]-[[1913]]) fæddist á [[Arnarstapi | Arnarstapa]] á [[Snæfellsnes | Snæfellsnesi]]. Hann varð stúdent úr [[Lærði skólinn |Lærða skólanum]] í [[Reykjavík]] [[1851]] og sigldi síðan til [[Kaupmannahöfn | Kaupmannahafnar]] og settist í Hafnarháskóla. Þar hóf hann nám í lögum en hætti því og lagði stund á fornmálin, grísku og latínu, og sögu og norræn fræði. Hann kom til Íslands 1872 og gerðist þá kennari við Lærða skólann í Reykjavík og varð að lokum rektor hans og því embætti hélt hann til dauðadags. Steingrímur var mikilvirkur þýðandi og sneri meðal annars á íslensku [[Þúsund og ein nótt | Þúsund og einni nótt]] og þýddi [[Ævintýri og sögur]] eftir [[H. C.Andersen]]. Þá þýddi hann fjölda ljóða eftir ýmis frægustu skáld Evrópu og orti sjálfur í anda rómantísku stefnunnar. Var hann eindreginn fylgismaður [[Jón Sigurðsson | Jóns Sigurðssonar]] í þjóðfrelsisbaráttunni og sýnir kvæði hans Vorhvöt vel afstöðu hans í stormum þeirra átaka.
 
==Heimildir==
 
* ''Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900'', Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.
 
[[Flokkur:Íslensk skáld]]
 
[[Flokkur: Íslensk skáld]]
97

breytingar