„Dewey-flokkunarkerfið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Eantonsson (spjall | framlög)
Lína 7:
Saga flokkunar á bókasöfnum teygir sig alla leið aftur til vinnu [[Kallímakkos (skáld)|Kallímakkosar]] við [[Bókasafnið í Alexandríu]] í [[Forn-Egyptaland]]i á [[3. öld f.Kr.]] Þar vann hann að skrásetningu bókakostsins á [[leirtafla|leirtöflum]] sem heita [[Pinakes]]. Kallímakkos skipti bókakostinum í (1) retorík, (2) lögfræði, (3) epík, (4) drama, (5) gamanefni, (6) ljóðmál, (7) sögu, (8) læknisfræði, (9) stærðfræði, (10) náttúrvísindi og (11) annað.
 
DewyDewey hóf að hanna kerfi sitt árið 1873 og fyrstu útgáfuna birti hann 1876. Til grundvallar rannsakaði hann meðal annars flokkunarkerfi Natale Battezzatis (''Nuovo sistema de catalogo biliografico generale'') og skrif [[William T. Harris]]. Harris skrifaði mikið um [[uppeldis- og kennslufræði]] og hafði fjallað um flokkun [[Francis Bacon (heimspekingur)|Francis Bacons]] á bókakosti bókasafns almenningsskóla. Skipting Bacons var í þrjá aðalflokka: minni (saga), ímyndunarafl (skáldskapur) og skynsemi (heimspeki). Líklegt er að deildaskipting [[Amherstháskóli|Amherstháskóla]] í New York, þar sem Dewey var við nám, hafi verið vísirinn að flokkaskiptingu Deweys.
 
Sú útgáfa taldi 42 blaðsíður. Árið 1885, níu árum seinna gaf hann út aðra útgáfu og taldi hún strax 486 blaðsíður. Önnur útgáfan fannst sumum of löng og ítarleg og þá kom strax út stytt útgáfa. Eitt helsta nýmæli kerfisins, og það sem Dewey sjálfur hampaði einna mest, var [[atriðisorðaskrá]]in. Kerfið hlaut strax mjög góðar viðtökur og árið 1927 var notast við það í 96% [[almenningsbókasafn]]a í Bandaríkjunum og 89% [[háskólabókasafn]]a.