„Fimleikafélag Hafnarfjarðar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 33:
Síðastliðin ár hefur frjálsíþróttadeild félagsins verið fánaberi FH í árangri og titlasöfnun. Hefur deildin sankað að sér fjöldanum öllum af Íslands- og bikarmeistaratitlum og alið af sér margt afreksfólkið. Þar ber helst að nefna [[Þórey Edda Elísdóttir|Þóreyju Eddu Elísdóttur]], sem náð hefur árangri á heimsmælikvarða í stangarstökki, og [[Úlfar Linnet]] sem sett hefur íslandsmet í langstökki og fleira.
 
Síðastliðin ár hefur knattspyrnudeild FH einnig verið sigursæl. Liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið [[Landsbankadeild karla 2004|2004]] í fyrsta sinn í sögu félagsins, og svo aftur [[Landsbankadeild karla 2005|2005]] og [[Landsbankadeild karla 2006|2006]], [[Landsbankadeild karla 2008|2008]] og [[2009Pepsideild Úrvalsdeildkarla í knattspyrnu 2009|2009]]. Það hefur einnig náð góðum árangri í Evrópukeppninni og sló t.a.m. [[Skotland|skoska]] atvinnumannaliðið [[Dunfermline]] út úr Evrópukeppni félagsliða árið 2004.
 
Heimasvæði FH heitir [[Kaplakriki]] og er þar fullkomin íþróttaaðstaða. Íþróttahúsið rúmar ríflega 2500 manns í sæti, og var vígt árið [[1990]]. Knattspyrnuvöllur tekur rúmlega 2000 manns í sæti og stefnt er að frekari stækkun áhorfendastúkna. Fullkomin frjálsíþróttaaðstaða er til staðar og von er á innanhússaðstöðu handa frjálsíþróttafólki félagsins. Sumarið 2004 var svo vígt knatthús sem nýtist til æfinga allan ársins hring.