„Örn Clausen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Örn Clausen''' ([[8. nóvember]] [[1928]] – [[11. desember]] [[2008]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[lögfræðingur]] af [[Danmörk|Dönskumdönskum]] og íslenskum ættum ,og var á sínum tíma í hópi bestu [[frjálsar íþróttir|frjálsíþróttamanna]] Evrópu ásamt [[Haukur Clausen|Hauki]] bróður sínum og átti allmörg Íslandsmet í frjálsum íþróttum.
 
Örn og Haukur voru eineggja tvíburar. Þeir voru fæddir í Reykjavík, synir [[Arreboe Clausen]] verslunarmanns og bifreiðarstjóra og konu hans Sesselju Þorsteinsdóttur Clausen. Örn lauk stúdentsprófi frá [[MR]] 1948 og lögfræðiprófi frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1953. Hann varð forstjóri [[Trípolíbíó|Trípolíbíós]] 1953 og rak það fram á haust 1957 en rak svo eigin lögfræðistofu í Reykjavík frá 1958 og sinnti lögfræðistörfum allt fram til 2007 og var þá elstur starfandi lögfræðinga á landinu. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir [[Lögmannafélag Íslands]], Sjálfstæðisflokkinn og ýmsa aðila.
 
Þeir tvíburabræðurnir lögðu stund á íþróttir frá unga aldri, einkum [[frjálsar íþróttir]], og setti Örn samtals tíu Íslandsmet, bæði í [[grindahlaup]]um og [[tugþraut]]. Hann varð í tólfta sæti í tugþraut á [[Sumarólympíuleikarnir 1948|Ólympíuleikunum]] í [[London]] [[1948]], þá aðeins nítján ára að aldri. áriðÁrið 1949 sigraði hann í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu í Stokkhólmi, vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í tugþraut 1950 og setti Norðurlandamet í sömu grein 1951. Það ár átti hann næstbesta tugþrautarárangur í heimi. Miklar vonir voru bundnar við þátttöku hans í tugþrautarkeppni [[Sumarólympíuleikarnir 1952|Ólympíuleikanna]] í Helsinki 1952 en hann meiddist um það leyti sem leikarnir hófust og gat ekki tekið þátt í keppninni þótt hann væri á staðnum en var dæmdur í keppnisbann vegna agabrota og hættu þeir bræður keppni upp úr því.
 
Örn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Þóra Thoroddsen og áttu þau fjóra syni. Síðari kona hans var [[Guðrún Erlendsdóttir]] hæstaréttardómari og áttu þau þrjú börn.