„Örn Clausen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Örn Clausen''' ([[8. nóvember]] [[1928]] – [[11. desember]] [[2008]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[lögfræðingur]] af [[Danmörk|Dönskum]] ættum ,og var á sínum tíma í hópi bestu [[frjálsar íþróttir|frjálsíþróttamanna]] Evrópu ásamt [[Haukur Clausen|Hauki]] bróður sínum og átti allmörg Íslandsmet í frjálsum íþróttum.
 
Örn og Haukur voru eineggja tvíburar. Þeir voru fæddir í Reykjavík, synir [[Arreboe Clausen]] verslunarmanns og bifreiðarstjóra og konu hans Sesselju Þorsteinsdóttur Clausen. Örn lauk stúdentsprófi frá [[MR]] 1948 og lögfræðiprófi frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1953. Hann varð forstjóri [[Trípolíbíó|Trípolíbíós]] 1953 og rak það fram á haust 1957 en rak svo eigin lögfræðistofu í Reykjavík frá 1958 og sinnti lögfræðistörfum allt fram til 2007 og var þá elstur starfandi lögfræðinga á landinu. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir [[Lögmannafélag Íslands]], Sjálfstæðisflokkinn og ýmsa aðila.