„Umboðsmaður barna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ubarna (spjall | framlög)
Ný síða: Embætti '''umboðsmanns barna''' var stofnað með lögum nr. 83/1994 sem tóku gildi 1. janúar 1995. Umboðsmaður barna er stjórnvald og heyrir stjórnskipulega undir forsætisráð...
 
Ubarna (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Embætti '''umboðsmanns barna''' var stofnað með lögum [http://www.althingi.is/lagas/139a/1994083.html nr. 83/1994] sem tóku gildi 1. janúar 1995. Umboðsmaður barna er stjórnvald og heyrir stjórnskipulega undir [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytið]]. Umboðsmaður barna er sjálfstæður [[embættismaður]], óháður boð- eða skipunarvaldi stjórnvalda, málsvari barna gagnvart stjórnvöldum og einkaaðilum.
 
Hlutverk umboðsmanns barna að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Með börnum er átt við einstaklinga undir 18 ára aldri þannig að umbjóðendahópurinn er stór og margbreytilegur. Umboðsmanni er ætlað að vekja athygli á réttinda- og hagsmunamálum barna almennt, jafnt á opinberum vettvangi sem og hjá einkaaðilum. Honum ber að vinna að því að tekið sé tillit til hagsmuna barna við lagasetningu, ákvarðanatöku og skipulagningu í þjóðfélaginu. Umboðsmaður getur komið með tillögur til úrbóta á réttarreglum og fyrirmælum stjórnvalda, er varða börn sérstaklega, og bent á leiðir til úrbóta við framkvæmd þeirra ef þess þarf. Umboðsmanni barna er ætlað að stuðla að því að virtir séu þeir þjóðréttarsamningar sem snerta réttindi og velferð barna og Ísland er aðili að. Umboðsmaður ræður sjálfur hvaða mál hann tekur til umræðu eða meðferðar hverju sinni.